Svona gerist á 8 til 14 ára fresti

Trausti Jónsson, veðurfræðingur.
Trausti Jónsson, veðurfræðingur. mbl.is/Hari

Trausti Jónsson veðurfræðingur segir í raun ekkert óvenjulegt við veðrið sem nú gengur yfir. Annað eins hafi gerst oft áður.

„Þetta kemur náttúrulega mjög óreglulega, ég man eftir dæmi þar sem voru bara tvö ár á milli, fyrir 50 árum, bæði 1973 og 1975. Það líða stundum allmörg ár á milli, til dæmis núna eru nokkur ár síðan. Við getum sagt kannski svona á 8 til 14 ára fresti, eitthvað svoleiðis,“ segir Trausti í samtali við mbl.is en þá eigi hann við slæm hret sem standi yfir í dágóða stund.

Hann minnist þess þegar hret fór yfir árið 1997, fyrir 27 árum síðan en þá hafði verið 22 stiga hiti en svo frysti daginn eftir.

„Það var líka býsna hvasst, það var kannski ekki jafn hvasst og núna en það stóð hins vegar í marga, marga daga, það stóð yfir í hálfan mánuð,“ segir Trausti. Síðasta snjókoman þá hafi verið 15. og 16. júní.

„Þetta er miklu algengara en maður heldur í fljótu bragði,“ segir Trausti og reytir af sér dæmi því til stuðnings. Úrkoman sé þó helst til meiri nú.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert