Úthlutar 491 milljón úr Matvælasjóði

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra hefur úthlutað um 491 milljón króna úr Matvælasjóði. Alls bárust 198 umsóknir og hlutu 46 verkefni styrk. 

Hlutverk sjóðsins er að styrkja við þróun og nýsköpun við framleiðslu og vinnslu matvæla og hliðarafurða úr landbúnaðar- og sjávarafurðum. 

Áhersla er á nýsköpun, sjálfbærni, verðmætasköpun og samkeppnishæfni íslenskra matvæla, að því er fram kemur í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins.

Haft er eftir Bjarkeyjuí tilkynningunni að Matvælasjóður spili lykilhlutverk til að frjóar hugmyndir og lífvænleg verkefni í matvælaframleiðslu- og vinnslu nái að dafna og vaxa.

Hún segir það gleðiefni að úthlutanir dreifist nokkuð jafnt á milli kynja og að skipting milli höfuðborgarsvæðis og landsbyggðar sé í jafnvægi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert