Varað við sterkum hviðum og sandfoki

Svona var staðan við utanverðan Eyjafjörð í gær.
Svona var staðan við utanverðan Eyjafjörð í gær. Ljósmynd/Anita Elefsen

Enn er leiðindaveður í kortunum og varar veðurfræðingur Vegagerðarinnar við hviðum upp á 35 metra á sekúndu og sandfoki á köflum.

„Áfram hríðarveður norðaustan- og austanlands í dag, og einnig hvasst, hviður um 35 m/s og sandfok á köflum, suðaustan til á landinu. Skárra ferðaveður á morgun, en aftur víða hríð á fjallvegum um norðanvert landið annað kvöld,“ segir í tilkynningu.

Slæmu veðri hefur verið spáð víða um land þar til á föstudag. Vegum hefur verið lokað, snjóskaflar myndast og snjógallarnir teknir fram á ný.

 Veðurvefur mbl.is 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert