VG flýta landsfundi: Kosið um nýja forustu

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður Vinstri grænna.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, formaður Vinstri grænna. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Stjórn Vinstri grænna hefur flýtt landsfundi flokksins til 4. október. Þá verður flokksfólki boðið að kjósa sér nýja forystu.

Ríkisútvarpið greinir frá þessu og vitnar í opið bréf Guðmundar Inga Guðbrandssonar, starfandi formanns Vinstri grænna, til félagsmanna í dag.

Slæmt fylgi VG

Vinstri græn mæl­dust með 3% fylgi í niðurstöðum könnunar Gallup sem kynntar voru á mánudaginn. Flokkurinn næði ekki manni inn á Alþingi yrði gengið til kosn­inga nú, ef marka má niðurstöðurnar.

Ýms­ar út­skýr­ing­ar kunna að liggja að baki slæmu fylgi flokksins, þar á meðal brott­hvarf Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur úr for­manns­stóln­um.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert