Sunna Valgerðardóttir, starfsmaður þingflokks Vinstri grænna, ber fulla ábyrgð á eigin skrifum.
Þetta segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, starfandi formaður flokksins, í samtali við mbl.is.
Skrif Sunnu á Facebook á dögunum vöktu mikla athygli en hún sagði að ríkisstjórnarþátttaka Vinstri grænna væri að þurrka út flokkinn.
„Það er málfrelsi hjá okkur í VG og starfsmaðurinn ber sjálfur ábyrgð á þeim orðum sem hún lætur frá sér fara. Ég hef enga sérstaka skoðun á því. Þetta er hennar skoðun og hún ber sjálf ábyrgð á því að hafa komið fram og greint frá henni,“ segir Guðmundur.
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sagði í nýjasta þætti Spursmála að skrif Valgerðar hefðu gengið mjög langt og væru ekki til þess fallin að „skapa góða stemningu í stjórnarliðinu“.