Lögreglan beitti piparúða á mótmælendur

mbl.is/Magnús Geir

Lögreglan beitti piparúða á mótmælendur sem mótmæltu fyrir utan Alþingi í kvöld á meðan eldhúsdagsumræður fóru fram.

Í samtali við mbl.is segir Lenya Rún Taha Karim, þingmaður Pírata, að piparúða hafi verið beitt gegn mótmælendum. Hún hafi meðal annars fengið piparúða á sig.

„Þetta var mjög tilefnislaus beiting piparúða með engum viðvörunarorðum,“ segir Lenya en tekur fram að þetta hafi ekki verið í líkingu við mótmælin sem voru fyrir rúmri viku fyrir utan fund ríkisstjórnarinnar í Skuggasundi þar sem piparúða var einnig beitt.

Lenya segir að flestir hafi verið að hlýða fyrirmælum lögreglunnar samkvæmt því sem hún varð vitni að.

Mótmæli fyrir utan Alþingishúsið fyrr í kvöld.
Mótmæli fyrir utan Alþingishúsið fyrr í kvöld. mbl.is/Arnþór
Mótmælendur fyrir utan Alþingishúsið fyrr í kvöld.
Mótmælendur fyrir utan Alþingishúsið fyrr í kvöld. mbl.is/Arnþór



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert