„Ólíðandi“ að öryggisgæsla Bjarna sé á Alþingi

Við afgreiðslu útlendingafrumvarpsins lýsti Andrés Ingi yfir óánægju sinni með …
Við afgreiðslu útlendingafrumvarpsins lýsti Andrés Ingi yfir óánægju sinni með það að öryggisgæsla Bjarna væri innan veggja Alþingis. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, lýsti yfir óánægju sinni á því að óeinkennisklæddir sérsveitarmenn, sem ætlað er að tryggja öryggi Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra, væru á vappinu um ganga Alþingis.

„Ég hef rætt á fundum forsætisnefndar hversu ólíðandi það er að lífverðir forsætisráðherra sé á stjákli innan þinghússins. Alþingi er friðheilagt. Það er óþolandi og ekki til sóma að sérsveitamaður lögreglunnar sé hér í hliðarsal meðan Alþingi situr að störfum. Ég fer fram á það að forseti losi Alþingi við þessa starfsmenn valdstjórnarinnar núna strax,“ sagði Andrés.

Heyrðist þá í fáeinum þingmönnum segja „heyr heyr,“ í kjölfar ræðu Andrésar.

„Hvaða kjaftæði er þetta“

Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, sagði að hann hefði heyrt þessar athugasemdir Andrésar í forsætisnefnd en „jafnan brugðist við með þeim hætti að það sé þannig að öryggisatriði verði að ákveða í samráði við lögreglu…“ sagði Birgir en þá hrópaði Andrés á sama tíma og Birgir var að tala og spurði hvaða hætta væri í salnum.

Kallaði þá annar þingmaður: „Hvaða kjaftæði er þetta.“

Birgir náði svo að klára erindi sitt.

„Og lögregla þarf að meta öryggisráðstafanir sem þarf að gera vegna öryggis ráðamanna.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert