Menningar- og viðskiptaráðherra, Lilja Dögg Alfreðsdóttir, setti þjóðhátíð á Hrafnseyri í dag með hátíðarræðu.
Hrafnseyri er fæðingarstaður Jóns Sigurðssonar en þar er að finna Menningarsetur um ævi og störf hans. Fjölbreytt dagskrá var í boði á þessum hátíðardegi í dag.
Í ræðu sinni kom ráðherra meðal annars inn á þá sýn sína að auðlindir landsins verði að vera í eigu þjóðarinnar og því þurfi að klára frumvarp um fjárfestingarrýni sem liggur fyrir þinginu.
Frumvarpið er liður í því að rýna betur í erlendar fjárfestingar á Íslandi og setja reglur um þær til samræmis við önnur Norðurlönd, þar sem sjónarmið um þjóðaröryggi eru reifuð í meiri mæli.
Þá lagði ráðherra áherslu á að komið yrði á laggirnar gervigreindar- og máltæknisetri í þágu tækni og tungumáls. Setrið yrði samstarfsvettvangur atvinnulífs og stjórnvalda og einsetur ráðherra sér að Ísland sé í fremst röð í tækninni og nýti sér kosti máltækni.