Sextán fengu fálkaorðuna

Frá orðuveitingunni á Bessastöðum í dag.
Frá orðuveitingunni á Bessastöðum í dag. Ljósmynd/Aðsend

Guðni Th. Jóhannesson sæmdi 16 Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu, í síðasta sinn sem forseti Íslands, í bili að minnsta kosti, við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag.

Tveir orðuhafar, þær Dísella Lárusdóttir og Margrét Vilborg Bjarnadóttir, eru erlendis og gátu ekki tekið á móti orðunni. Þær verða sæmdar orðunni við fyrsta tækifæri, að því er segir í tilkynningu frá embætti forseta.

Orðuhafarnir 16:

  1. Dísella Lárusdóttir óperusöngkona, riddarakross fyrir framlag til sönglistar.
  2. Eiríkur Jónsson yfirlæknir, riddarakross fyrir framlag til þvagfæraskurðlækninga og heilbrigðisþjónustu.
  3. Fannar Jónasson bæjarstjóri, riddarakross fyrir þjónustu í þágu samfélagsins á tímum hamfara.
  4. Guðrún Hildur Rosenkjær, klæðskeri og sagnfræðingur, riddarakross fyrir rannsóknir, miðlun og varðveislu menningar sem tenjast íslenskum þjóðbúningum.
  5. Jóna Dóra Karlsdóttir, stofnandi og fyrrverandi formaður Nýrrar dögunar, riddarakross fyrir frumkvöðlastarf til stuðnings syrgjendum og fyrir að stuðla að opinni umræðu um sorg og sorgarviðbrögð.
  6. Margrét Vilborg Bjarnadóttir, verkfræðingur og stofnandi PayAnalytics, riddarakross fyrir framlag til nýsköpunar á sviði hugbúnaðar í þágu jafnlaunastefnu.
  7. Margrét Tómasdóttir, hjúkrunarfræðingur og fyrrverandi skátahöfðingi, riddarakross fyrir störf í þágu skátahreyfingarinnar.
  8. Ómar Einarsson, fyrrverandi sviðsstjóri hjá Reykjavíkurborg, riddarakross fyrir framlag og frumkvæði í íþrótta-, tómstunda- og velferðarmálum.
  9. Rósa Björk Barkardóttir sameindalíffræðingur, riddarakross fyrir framlag til vísinda og krabbameinsrannsókna.
  10. Sigrún Steinarsdóttir Ellertsen, stofnandi og umsjónarmaður Matargjafa, riddarakross fyrir framlag til mannúðarmála í heimabyggð.
  11. Stefán Baldvin Sigurðsson, fyrrverandi háskólarektor, riddarakross fyrir störf í þágu menntunar, vísinda og félagsmála.
  12. Svanur Ingvarsson, kennari og húsasmíðameistari, riddarakross fyrir framlag í þágu íþróttastarfs fatlaðra.
  13. Þorvaldur Jónsson bóndi, riddarakross fyrir félags- og menningarstörf í héraði.
  14. Þór Sigfússon, stofnandi Sjávarklasans, riddarakross fyrir frumkvöðlastarf og nýsköpun á vettvangi sjávarútvegs.
  15. Þórey S. Kemp Guðmundsdóttir íþróttakennari, riddarakross fyrir framlag til íþróttaiðkunar kvenna og heilsueflingar aldraðra.
  16. Þórhallur Sigurðsson, leikari og leikstjóri, riddarakross fyrir framlag til íslenskrar leiklistar og brautryðjendastarf í barnaleikhúsi.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka