57 brotamenn farnir brott

Tölurnar koma fram í svari Útlendingastofnunar við fyrirspurn Morgunblaðsins.
Tölurnar koma fram í svari Útlendingastofnunar við fyrirspurn Morgunblaðsins. mbl.is/Hari

Alls hafa fimmtíu og sjö þeirra sjötíu og tveggja hælisleitenda sem vísað hefur verið af landi brott vegna refsilagabrota yfirgefið landið en þrír bíða brottflutnings.

Hefur Útlendingastofnun óskað eftir því við stoðdeild ríkislögreglustjóra að brottvísunarákvarðanir einstaklinganna verði framkvæmdar.

Þetta kemur fram í svari Útlendingastofnunar við fyrirspurn Morgunblaðsins.

Um afdrif brottvísunar hinna tólf sem út af standa er það að segja að ákvörðunum Útlendingastofnunar í málum þriggja hælisleitenda var hnekkt á kærustigi og níu eru til meðferðar hjá kærunefnd útlendingamála.

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert