Jón sat á endanum hjá

Jón Gunnarsson er ekki sáttur við vinnubrögð Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur.
Jón Gunnarsson er ekki sáttur við vinnubrögð Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur. Samsett mynd/mbl.is/Óttar/Eggert

Jón Gunn­ars­son, stjórn­arþingmaður úr Sjálf­stæðis­flokkn­um, sat hjá þegar þing­heim­ur greiddi at­kvæði um van­traust á hend­ur Bjarkeyju Ol­sen mat­vælaráðherra.

Bæði Jón og Óli Björn Kára­son, sem báðir eru úr röðum Sjálf­stæðis­flokks­ins, hafa verið ósátt­ir við fram­ferði Bjarkeyj­ar í hval­veiðimál­inu. Óli greiddi aft­ur á móti at­kvæði gegn van­traust­stil­lög­unni, sem var á end­an­um felld.

„Fram­koma ráðherra Vinstri grænna er for­dæma­laus í þessu máli,“ sagði Jón meðal ann­ars í umræðu á Alþingi í dag.

„Hags­mun­um alþýðunn­ar, starfs­fólks og fyr­ir­tækja er fórnað á alt­ari málstaðar sem eng­ar for­send­ur eru fyr­ir,“ bætti Jón við en hann fór væg­ast sagt ófögr­um orðum um Bjarkeyju Ol­sen Gunn­ars­dótt­ur mat­vælaráðherra.

Upp­fært: 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert