Samkomulag um 60 þingmál

Gert er ráð fyrir þinglokum á næstu dögum.
Gert er ráð fyrir þinglokum á næstu dögum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Í heild gera ríkisstjórnarflokkarnir ráð fyrir því að um 60 stjórnarfrumvörp verði samþykkt á lokadögum þingsins.

Þingflokkar ríkisstjórnarflokkanna funduðu langt fram á kvöld í gær og funda einnig nú til þess að reyna að komast að samkomulagi um þau þingmál sem rædd hafa verið í þinginu.

Samkvæmt heimildum mbl.is hefur náðst samkomulag um breytingar á húsaleigulögum og á lögreglulögum. Bæði málin hafa þó tekið breytingum á undanförnum dögum og ekki liggur fyrir á þessari stundu hvers eðlis þær breytingar eru.

Fyrir breytingar á lögreglulögum fól frumvarpið í sér ríkari heimildir til forvirkra rannsókna en jafnframt meira eftirlit með störfum hennar.

Samkvæmt heimildum mbl.is munu hins vegar frumvörp um lagareldi, vindorku og sóttvarnir t.a.m. bíða fram á næsta þing.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert