Sjálandsskóli þurfi frekar að líta í eigin barm

Kristrún Lind Birgisdóttir segir umfjöllun RÚV um Tálknafjarðarskóla ekki ástæða …
Kristrún Lind Birgisdóttir segir umfjöllun RÚV um Tálknafjarðarskóla ekki ástæða til endurskoðunar á skólastarfi. Ljósmynd/Aðsend

Fram­kvæmda­stjóri Ásgarðs sem veitt hef­ur skólaráðgjöf í Vest­ur­byggð og Tálknafirði tel­ur um­fjöll­un rík­is­út­varps­ins um fyrr­ver­andi nem­anda Tálkna­fjarðarskóla ekki gefa ástæðu til end­ur­skoðunar á skóla­starfi.

Í skól­an­um sé unnið gott starf og frek­ar sé til­efni til að end­ur­skoða skólastarf sem legg­ur of­urá­herslu á bók­nám. 

Í kvöld­frétt­um gær­dags­ins var rætt við föður fyrr­ver­andi nem­anda í Tálkna­fjarðarskóla sem ný­lega skipti yfir í Sjá­lands­skóla í Garðabæ. For­eldr­ar drengs­ins sem er í 7. bekk voru kallaðir á fund í nýja skól­an­um þar sem þeim var til­kynnt að það náms­efni sem hann hefði fengið í Tálkna­fjarðarskóla væri við hæfi nem­enda í 5. bekk.

Í um­fjöll­un­inni kom fram að nem­andinn hefði hvorki lært al­gebru né aðra flókna stærðfræði í skól­an­um og að námið í skól­an­um væri að mestu bók­laust.

Rætt hefði verið við fleiri for­eldra sem hefðu svipaða sögu að segja.

Ekki jafn ein­falt og virðist

Kristrún Lind Birg­is­dótt­ir er eig­andi og fram­kvæmda­stjóri Ásgarðs sem sér­hæf­ir sig í að veita sveit­ar­fé­lög­um sem ekki eru með fræðslu­stjóra ráðgjöf við að fylgja kröf­um sem ríkið set­ur í aðal­nám­skrá og lög­um.

Meðal þeirra sveit­ar­fé­laga sem hafa nýtt sér skólaráðgjöf­ina er Tálkna­fjörður sem á dög­un­um sam­einaðist sveit­ar­fé­lag­inu Vest­ur­byggð.

Kristrún seg­ir að skólastarf sé ekki eins ein­falt og kann að virðast í frétta­flutn­ingi út­varps­ins um mál nem­andans: 

„Það væri ósk­andi að skólastarf væri svo ein­falt að það væri bara gefið út efni frá rík­inu fyr­ir fyrsta, ann­an, þriðja og fjórða bekk og það væri al­veg niður­neglt hvað ætti að gera og hvernig ætti að gera það, en það er alls ekki þannig,“ seg­ir hún.

„Frá ár­inu 2011 hef­ur skól­um verið ætlað að vinna út frá hæfniviðmiðum og vinna að ákveðinni hæfni sem er til­greind í aðal­nám­skrá og það er ekki svo ein­falt að það sé hægt að stýra því með bók­um.“

Ekki hægt að meta nem­end­ur út frá bók­um

Kristrún tek­ur þó fram að ríkið leggi enn mikla áherslu á bæk­ur í náms­gagna­fram­leiðslu sinni og því sé skilj­an­legt að fólk haldi að bók­nám eigi að ráða för.

Hún seg­ir það ekki ganga upp að ætla að meta hæfni og fram­far­ir nem­anda út frá ákveðnum náms­bók­um sem ein­hverj­ir skól­ar hafa valið að styðjast við.

„Það er hlut­verk skól­anna að sjá til þess að fram­far­ir nem­andans séu í sam­ræmi við hæfniviðmið en ekki í sam­ræmi við ein­staka náms­bæk­ur,“ seg­ir Kristrún.

Kristrún seg­ir um­fjöll­un­ina ekki ástæðu til end­ur­skoðunar á skóla­starfi í Tálkna­fjarðarskóla og tel­ur frek­ar að Sjá­lands­skóli þurfi að líta í eig­in barm: 

„Ef við sjá­um skóla þar sem börn­um er ætlað að passa inn í þröng­ar, gaml­ar og úr­elt­ar náms­bæk­ur þá þarf að skoða þann skóla.“

Góður und­ir­bún­ing­ur fyr­ir framtíðina

Kristrún seg­ir námið í Tálkna­fjarðarskóla per­sónumiðað, byggi á styrk­leik­um barn­anna, sé skap­andi og hafi skýr­an til­gang. 

Hún tek­ur sem dæmi verk­efni sem nem­end­ur í skól­an­um unnu að í tvö ár þar sem þeir end­ur­hönnuðu skóla­lóðina og söfnuðu veru­leg­um upp­hæðum til þess. 

„Þau hafa verið að vinna frá­bært starf þar sem verið er að nýta allt sam­fé­lagið í verk­efn­um sem búa börn­in vel und­ir framtíðina.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert