Fjallkonunni dreift í 28.500 eintökum

Bókinni var meðal annars dreift í anddyri Árbæjarlaugar.
Bókinni var meðal annars dreift í anddyri Árbæjarlaugar. mbl.is/Baldur

Sig­hvat­ur Arn­munds­son upp­lýs­inga­full­trúi for­sæt­is­ráðuneyt­is­ins seg­ir 30 þúsund ein­tök hafa verið prentuð af bók­inni Fjall­kon­an: Þú ert móðir vor kær. Dreif­ing bók­ar­inn­ar hafi haf­ist 10. júní sl.

„Búið er að dreifa um 28.500 ein­tök­um. Af­gang­ur­inn er á lag­er hjá For­laginu en hægt er að panta þaðan að kostnaðarlausu. Bók­inni er dreift frá For­laginu og eru mót­tökustaðir í sveit­ar­fé­lög­um um land allt (aðallega sund­laug­ar og bóka­söfn ásamt menn­ing­ar­stofn­un­um). Alls eru þetta 109 staðir, þar af 85 á lands­byggðinni. Þá hef­ur bók­inni verið dreift í 10 sendi­ráð er­lend­is. Ekki er vit­an­lega til sam­bæri­legt dæmi um gjafa­bók sem dreift er með þess­um hætti. Stefnt er að því að dreif­ingu ljúki inn­an tveggja vikna,“ sagði Sig­hvat­ur. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert