Sighvatur Arnmundsson upplýsingafulltrúi forsætisráðuneytisins segir 30 þúsund eintök hafa verið prentuð af bókinni Fjallkonan: Þú ert móðir vor kær. Dreifing bókarinnar hafi hafist 10. júní sl.
„Búið er að dreifa um 28.500 eintökum. Afgangurinn er á lager hjá Forlaginu en hægt er að panta þaðan að kostnaðarlausu. Bókinni er dreift frá Forlaginu og eru móttökustaðir í sveitarfélögum um land allt (aðallega sundlaugar og bókasöfn ásamt menningarstofnunum). Alls eru þetta 109 staðir, þar af 85 á landsbyggðinni. Þá hefur bókinni verið dreift í 10 sendiráð erlendis. Ekki er vitanlega til sambærilegt dæmi um gjafabók sem dreift er með þessum hætti. Stefnt er að því að dreifingu ljúki innan tveggja vikna,“ sagði Sighvatur.