Fjölgun listamannalauna samþykkt

Alþingi samþykkti í dag breytingu á lögum um listamannalaun.
Alþingi samþykkti í dag breytingu á lögum um listamannalaun. mbl.is/​Hari

Alþingi samþykkti í dag breytingu á lögum um listamannalaun sem fela í sér fjölgun launasjóða sem starfslaun eru veitt úr og fjölgun árlegra úthlutunarmánaða.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins en þar segir að starfslaunamánuðum verði fjölgað úr 1.600 í 2.490 á 4 árum. Einnig verða til tveir nýir sjóðir; Launasjóður kvikmyndahöfunda og Vegsemd, sjóður listamanna 67 ára og eldri. Fjöldi starfslauna hefur haldist óbreyttur í 15 ár eða frá því að gildandi lög tóku gildi árið 2009.

„Ég er ákaflega glöð með að samstarfsfólk mitt í þinginu hafi séð tækifærin sem felast í því að fjárfesta í listafólkinu okkar. Það gleymist oft í þessari umræðu að listir auðga ekki bara andann heldur eru þær líka tekjulind. Dæmi er um að verkefni sem hlaut listamannalaun í sex mánuði hafi leitt til meira en þriggja ársverka og 7,5 milljóna í skatttekjur,“ er haft eftir Lilju Dögg Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert