Innbrot og þjófnaður í kirkju í Vesturbænum

Nóg er um að vera hjá lögreglunni að venju.
Nóg er um að vera hjá lögreglunni að venju. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um að brotist hafi verið inn í kirkju í Vesturbænum í dag.

Innbrotsþjófurinn stal munum úr kirkjunni, að því er segir í dagbók lögreglu. Ekki kemur fram hverju var stolið. Óvisst er um deili á þjófnum.

Einnig var brotist inn í geymslu í Hlíðunum og skotvopni stolið, en óvíst er hver var að verki.

Þá var tilkynnt um að töluverðu magni af verkfærum hafi verið stolið í miðbænum. Gerandi er ókunnur.

Sofandi maður óvelkominn í húsbíl

Í Hafnarfirði var lögreglu tilkynnt um sofandi mann í húsbíl. Bíllinn hafði verið ólæstur og maðurinn lagst til svefns í bílnum, en lögregla vísaði manninum á brott, sem var væntanlega óvelkominn í húsbílnum.

Í Breiðholti var ökumaður stöðvaður fyrir of hraðan akstur. Ók hann á 72 km/klst. hraða þar sem hámarkshraði er 30 km/klst. Á hann von á því að vera sviptur ökuréttindum.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert