Innbrot og þjófnaður í kirkju í Vesturbænum

Nóg er um að vera hjá lögreglunni að venju.
Nóg er um að vera hjá lögreglunni að venju. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu barst til­kynn­ing um að brot­ist hafi verið inn í kirkju í Vest­ur­bæn­um í dag.

Inn­brotsþjóf­ur­inn stal mun­um úr kirkj­unni, að því er seg­ir í dag­bók lög­reglu. Ekki kem­ur fram hverju var stolið. Óvisst er um deili á þjófn­um.

Einnig var brot­ist inn í geymslu í Hlíðunum og skot­vopni stolið, en óvíst er hver var að verki.

Þá var til­kynnt um að tölu­verðu magni af verk­fær­um hafi verið stolið í miðbæn­um. Ger­andi er ókunn­ur.

Sof­andi maður óvel­kom­inn í hús­bíl

Í Hafnar­f­irði var lög­reglu til­kynnt um sof­andi mann í hús­bíl. Bíll­inn hafði verið ólæst­ur og maður­inn lagst til svefns í bíln­um, en lög­regla vísaði mann­in­um á brott, sem var vænt­an­lega óvel­kom­inn í hús­bíln­um.

Í Breiðholti var ökumaður stöðvaður fyr­ir of hraðan akst­ur. Ók hann á 72 km/​klst. hraða þar sem há­marks­hraði er 30 km/​klst. Á hann von á því að vera svipt­ur öku­rétt­ind­um.  

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka