14 ára frelsissviptingu ljúki á næstu 24 klst.

Krist­inn Hrafns­son, rit­stjóri Wiki­Leaks, og Julian Assange, stofnandi Wiki­Leaks.
Krist­inn Hrafns­son, rit­stjóri Wiki­Leaks, og Julian Assange, stofnandi Wiki­Leaks. Samsett mynd/AFP

Krist­inn Hrafns­son, rit­stjóri Wiki­Leaks, seg­ir að Ju­li­an Assange sé ákaf­lega ánægður með að vera laus úr fang­els­inu í Bretlandi. Á næsta sóla­hringn­um skýrist hvort hann geti fagnað frelsi eft­ir 14 ára frels­is­svipt­ingu. 

Ju­li­an Assange er nú á leið til Norður-Marí­ana­eyja, með viðkomu í Taílandi, eft­ir að hafa verið lát­inn laus úr ör­ygg­is­fang­elsi í Bretlandi, þar sem hann hef­ur verið fangi í rúm fimm ár.

Assange mun lýsa sig sek­an um eina ákæru um sam­særi sem snýr að birt­ingu trúnaðar­gagna sam­kvæmt skjali sem lagt var fyr­ir dóm­stóla á Norður-Marí­ana­eyj­um. Þetta er liður í sátt sem hann ger­ir við yf­ir­völd í Banda­ríkj­un­um til að kom­ast hjá framsali til Banda­ríkj­anna.

Assange með efa­semd­ir

Krist­inn seg­ist ákaf­lega glaður með þessa niður­stöðu og hafi verið í þeirri hringiðu að reyna að koma þessu í gegn.

„Ég hef hvatt hann mjög lengi að fara þessa leið og hann hef­ur haft efa­semd­ir um það. Það er hins veg­ar ljóst að menn verða líka að hugsa um sína fjöl­skyldu og eig­in hag.

Hann er að kom­ast frá þessu ástandi eft­ir að hafa verið í meira en fimm ár í mesta ör­ygg­is­fang­elsi Bret­lands, þannig það er ekki hægt að segja annað en að það séu góð tíðindi,“ seg­ir Krist­inn í sam­tali við mbl.is.

Anda létt­ar þegar hann flýg­ur úr banda­rískri loft­helgi

Er þá farið að sjá fyr­ir end­ann á þessu máli?

„Já við skul­um vona það, að það komi eng­in snurða á þráðinn. Það þarf að mæta fyr­ir dóm­ara á þess­um út­kjálka banda­ríska heimsveld­is­ins í Norðvest­ur-Kyrra­hafi á Norður-Marí­ana­eyj­um,“ seg­ir Krist­inn.

„Þar stend­ur til að fara fyr­ir dóm­ara og ná lúkn­ingu fram á grund­velli sam­komu­lags sem ligg­ur fyr­ir. Eft­ir það get­ur hann stigið upp í flug­vél og flogið til Ástr­al­íu til síns heimarík­is og sam­ein­ast fjöl­skyld­unni.“

Þá verði Assange frjáls og laus allra mála, ef allt geng­ur upp. Það komi í ljós næsta sóla­hring­inn.

„Það verður ekki fyrr en á morg­un sem við get­um andað létt­ar, þegar hann flýg­ur út úr banda­rískri loft­helgi,“ seg­ir Krist­inn.

Assange seg­ist „ákaf­lega glaður“

Krist­inn seg­ist hafa verið í reglu­leg­um sam­skipt­um við Assange. „Að sjálf­sögðu er hann ákaf­lega glaður með að vera loks­ins frjáls úr þess­ari prísund fang­elsis­vist­ar,“ seg­ir Krist­inn.

Hann bend­ir á að á und­an fang­elsis­vist­inni í Bretlandi hafi Assange verið diplóma­tísk­ur flóttamaður í sendi­ráði Ekvadors, og þar á und­an í stofufang­elsi.

„Þetta er búið að vera 14 ára frels­is­svipt­ing í einu formi eða öðru,“ seg­ir Krist­inn.

Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks.
Krist­inn Hrafns­son, rit­stjóri Wiki­leaks. AFP

Vendipunkt­ur­inn varð í rétt­ar­sal í maí

Hann seg­ir að eft­ir margra ára ferli hafi vendipunkt­ur­inn orðið í rétt­ar­sal í Lund­ún­um 20. maí síðastliðinn. Þá hafi orðið al­gjör stefnu­breyt­ing og kúvend­ing í framsals­mál­inu.

„Hann fékk leyfi til áfrýj­un­ar með til­vís­un til hags­muna blaðamanna og vernd blaðamanna í banda­rísku rétt­ar­kerfi, þar sem lög­menn Banda­ríkja­stjórn­ar gátu ekki sann­fært breska dóm­ara um það að hann gæti sjálf­krafa notið vernd­ar sem ástr­alsk­ur rík­is­borg­ari og blaðamaður, eða sótt um slíka vernd á grund­velli fyrsta viðauka stjórn­ar­skrá­ar­inn­ar.

Við þann viðsnún­ing, sem var mik­ill sig­ur, þá var nokkuð ljóst að þó að það væri dregið áfram þetta mál í gegn­um ára­langt ferli í gegn­um breska rétt­ar­kerfið og síðan Evr­ópu­dóm­stól­inn, þá myndi þetta haf­ast fyr­ir rest.

Það get­ur tekið mörg ár að kom­ast að slíkri niður­stöðu. Þessi sig­ur í maí var vendipunkt­ur­inn og skýr­ir að mínu mati það af hverju við erum á þess­um stað núna,“ seg­ir Krist­inn.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert