„Ekki stendur til að setja á laggirnar sérstakt unglingafangelsi“

Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segir úrræði barna sem sýna ofbeldishegðun fara …
Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segir úrræði barna sem sýna ofbeldishegðun fara eftir hverju barni fyrir sig. mbl.is/Eyþór

„Ekki stend­ur til að setja á lagg­irn­ar sér­stakt ung­lingafang­elsi,“ seg­ir Guðrún Haf­steins­dótt­ir dóms­málaráðherra í sam­tali við mbl.is, spurð hvort úrræði barna sem sýna of­beld­is­hegðun yrði í lík­ing­um við fang­elsi.

Hún seg­ir að áfram verði unnið að stofn­un nýs meðferðar­heim­il­is Barna- og fjöl­skyldu­stofu á höfuðborg­ar­svæðinu til að mæta bet­ur þörf­um barna og ung­menna sem glíma við al­var­leg­an hegðunar- og/​eða vímu­efna­vanda eða afplána óskil­orðsbundna fang­els­is­dóma.

Eins og fram hef­ur komið kynnti Guðrúnu ný­verið, ásamt Ásmundi Ein­ari Daðasyni, mennta- og barna­málaráðherra, aðgerðir stjórn­valda til að sporna við auk­inni of­beld­is­hegðun barna.

Ólík­ar birt­ing­ar­mynd­ir kalla á ólík­ar lausn­ir

„Lögð er áhersla á að mæta þjón­ustuþörf­um hvers og eins barns með viðeig­andi hætti og grípa snemma inn í af­brota- og of­beld­is­hegðun þeirra því þannig er hægt að koma í veg fyr­ir að grípa þurfi til þyngri úrræða síðar,“ seg­ir Guðrún spurð hvort sé kom­in ein­hver mynd af því hvernig úrræði yrðu lík­leg til ár­ang­urs fyr­ir þau börn sem sýna of­beld­is­hegðun.

Aðgerðir stjórn­valda til að sporna við auk­inni of­beld­is­hegðun barna munu snúa að for­vörn­um, inn­gripi og meðferð mála. Séu birt­ing­ar­mynd­ir of­beld­is ólík­ar og kalla því á mis­mun­andi lausn­ir. Þá muni aðgerðirn­ar miða að því að styðja bet­ur við vel­ferðarþjón­ustu og þau meðferðarúr­ræði sem heyra und­ir Barna- og fjöl­skyldu­stofu.

Eitt úrræði henti ekki öll­um

„Aðgerðirn­ar gera ekki ráð fyr­ir að eitt úrræði henti öll­um og því snúa aðgerðirn­ar að for­vörn­um, inn­gripi og meðferð mála þar sem mæta þarf þörf­um hvers barns. Áhersl­an er á að virkja þjón­ustuaðila þvert á kerfi sem hafa aðkomu að mál­efn­um barna,“ svar­ar Guðrún, spurð hvort hún telji það vera áskor­un að finna úrræði fyr­ir ólík­an hóp.

Hún seg­ir að einnig þurfi að end­ur­skoða hvernig unnið sé þverfag­lega með þeim sem koma að mál­efn­um barna þegar börn ger­ast brot­leg, hvort sem þau eru sak­hæf eða ósakhæf.

Guðrún seg­ir það vera fag­legt mat hvers sinn­is sem ráði því hvaða þjón­usta eða úrræði henti hverju og einu barni, spurð hvar mörk­in liggi varðandi það hvort barn verði send í úrræði af þess­um toga eða Stuðla sem dæmi.

Fram­kvæmd barna­vernd­ar­starfs á Íslandi hef­ur tekið breyt­ing­um

Spurð hvernig ríkið muni tryggja að þeir sem sjái um úrræðin muni ekki mis­nota vald sitt líkt og dæmi eru um þegar kem­ur að úrræðum ung­linga úr fortíðinni, seg­ir Guðrún að tím­arn­ir hafi breyst:

„Öll fram­kvæmd barna­vernd­ar­starfs á Íslandi hef­ur tekið mikl­um breyt­ing­um á síðustu árum og miss­er­um auk þess að stig­in hafa verið stór og mik­il­væg skref til að efla þjón­ustu, tryggja sam­fellu og samþætta meðferð fyr­ir börn og fjöl­skyld­ur þeirra. Gæða- og eft­ir­lits­stofn­un vel­ferðar­mála sinn­ir ytra eft­ir­liti með meðferðar­heim­il­um og hef­ur eft­ir­litið verið aðskilið frá fram­kvæmd vel­ferðarþjón­ustu sem er afar mik­il­vægt skref til að efla ör­yggi og gæði þjón­ust­unn­ar.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka