Verðbólga síðustu mánuði mælist nú 5,8% og lækkaði úr 6,2% í síðasta mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis mælist nú 4%. Hefur verðbólgan ekki verið svona lág síðan í janúar 2022.
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,48% milli mánaða og ern ú 630,3 stig. Vísitalan án húsnæðis er 510,6% og hækkar um 0,41%.
Þrátt fyrir hækkun vísitölunnar fer verðbólgan niður, en verðbólgan mælir hækkun vísitölunnar síðustu 12 mánuði. Þar sem hækkun vísitölunnar var meiri í júní í fyrra en hún er í ár lækkar 12 mánaða verðbólgan.
https://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2024/05/22/telja_nyju_adferdina_vid_maelingu_vera_til_bota/
Fréttin verður uppfærð.
Þetta er fyrsti mánuðurinn þar sem Hagstofan reiknar inn reiknaða húsaleigu með aðferð húsaleiguígilda, en sú breyting á reiknaðri húsaleigu hefur lengi verið í burðarliðnum og er hægt að kynna sér þá aðferð nánar hér.
Fréttin hefur verið uppfærð.