„Fólki er almennt mjög misboðið“

Fólk kom saman til þess að veita Yazan og fjölskyldu …
Fólk kom saman til þess að veita Yazan og fjölskyldu hans stuðnig. Ljósmynd/Aðsend

„Við get­um ekki verið al­menni­leg­ar mann­eskj­ur eða al­menni­leg þjóð ef við send­um fár­veikt ell­efu ára gam­alt barn úr landi út í mögu­leg­an dauða og óvissu, þá erum við öm­ur­leg­ar mann­eskj­ur," þetta sagði Sól­veig Arn­ars­dótt­ir leik­kona í sam­tali við mbl.is í tengsl­um við brott­vís­un Yaz­an M. K. Aburajab Tamimi. 

Lands­sam­tök­in Þroska­hjálp, Duchenne Sam­tök­in á Íslandi, Rétt­ur barna á flótta og Ein­stök börn boðuðu til sam­stöðufund­ar á Aust­ur­velli klukk­an tvö í dag til stuðnings Yaz­an sem er ell­efu ára gam­all fatlaður dreng­ur sem stend­ur frammi fyr­ir brott­vís­un úr landi. 

Sólveig Arnarsdóttir var fundarstjóri samstöðufundar.
Sól­veig Arn­ars­dótt­ir var fund­ar­stjóri sam­stöðufund­ar. mbl.is/​Arnþór

Sól­veig Arn­ar­dótt­ir var fund­ar­stjóri fund­ins og að sögn henn­ar fann hún fyr­ir áhyggj­um og þunga fólks á fund­in­um. 

„Fólki er al­mennt mjög mis­boðið,“

Fjöldi fólks kom saman á Austurvöllum í dag.
Fjöldi fólks kom sam­an á Aust­ur­völl­um í dag. mbl.is/​Arnþór

Skora á stjórn­völd

Eft­ir fund­inn var gef­in út álykt­un þar sem skorað er á stjórn­völd að falla frá áform­um um að vísa Yaz­an og fjöl­skyldu hans úr landi. Álykt­un­in af fund­in­um seg­ir að skorað sé á stjórn­völd að veita Yaz­an efn­is­lega og sann­gjarna meðferð hjá yf­ir­völd­um  og að það verði gert með til­liti til aðstæðna hans, ald­urs, fötl­un­ar og heilsu. 

„Ég skora á stjórn­völd, ég skora á dóms­málaráðherra og ég skora á yf­ir­menn út­lend­inga­stofn­un­ar að end­ur­skoða og draga þenn­an úr­sk­urð til­baka sam­stund­is,“ seg­ir Sól­veig að lok­um. 

Sólveig segir fólk hafa miklar áhyggjur.
Sól­veig seg­ir fólk hafa mikl­ar áhyggj­ur. mbl.is/​Arnþór
Yazan er með duchenne-heilkenni, sem er vöðvarýrnunarsjúkdómur. Til stendur að …
Yaz­an er með duchenne-heil­kenni, sem er vöðvarýrn­un­ar­sjúk­dóm­ur. Til stend­ur að vísa hon­um til Spán­ar. Sam­sett mynd/​Eggert Jó­hann­es­son/​Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert