Guðrún um könnun Maskínu: „Þetta er agalegt“

Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra kveðst vera á fleygiferð í útlendingamálum.
Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra kveðst vera á fleygiferð í útlendingamálum. mbl.is/Óttar

Guðrún Haf­steins­dótt­ir, dóms­málaráðherra og odd­viti Sjálf­stæðis­flokks­ins í Suður­kjör­dæmi, tel­ur nýj­ustu skoðana­könn­un vera aga­lega fyr­ir Sjálf­stæðis­flokk­inn og seg­ir flokk­inn hafa verið hrædd­an við að tala fyr­ir hægri­stefnu.

Þetta kom fram í hlaðvarp­inu Ein Pæl­ing, sem Þór­ar­inn Hjart­ar­son stýr­ir.

„Hvað held­urðu að sé að í Sjálf­stæðis­flokkn­um?“ spurði Þór­ar­inn. 

„Ég held að það sem er kannski fyrst og síðast að er að við höf­um verið hrædd við að tala fyr­ir okk­ar gild­um. Við höf­um verið hrædd við að tala fyr­ir hægri­stefnu og því þarf að breyta,“ sagði Guðrún.

Stefna sem höfði til lands­manna

Hún sagði sjálf­stæðis­bar­átt­una vera ríka í Íslend­ing­um og nefndi að sjálf­seign­ar­stefn­an væri eitt­hvað sem höfðaði til allra Íslend­inga, að all­ir geti eign­ast hús­næði.

„All­ir Íslend­ing­ar eiga sér draum - ég vil trúa því - að stofna sitt fyr­ir­tæki og vera sjálfs síns herra. Mér finnst skorta það á síðustu árum að við höf­um svo­lítið gefið eft­ir í þeirri umræðu og það kannski ger­ist í rík­is­stjórn þar sem er svona meiri vinstris­lagsíða. Vegna þess að það sem hef­ur líka gerst er að Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn hef­ur hallað sér til vinstri, að mínu mati,“ sagði hún.

Guðrún sagði að hið op­in­bera hefði blásið út að und­an­förnu og að það væri öll­um að kenna.

„En við þurf­um að horfa inn á við í Sjálf­stæðis­flokkn­um, tala fyr­ir sterkri hægrisveiflu,“ sagði hún en bætti við að hún teldi flokk­inn hafa staðið sig vel á þing­vetr­in­um og klárað mik­il­væg mál.

Á fleygi­ferð í út­lend­inga­mál­um

Sendi hún svo pillu á Sig­mund Davíð Gunn­laugs­son, formann Miðflokks­ins, og færði umræðuefnið yfir í út­lend­inga­mál­in.

„Ég ætla að minna á það að þegar að þessi út­lend­inga­lög voru sett árið 2016 þá var nú Sig­mund­ur Davíð for­sæt­is­ráðherra,“ sagði hún bætt við:

„Ég sagði það þegar ég tók við embætti dóms­málaráðherra að ég ætlaði að ná bönd­um á þenn­an mála­flokk, sem út­lend­inga­mál­in eru, og ég er á fleygi­ferð í þeirri veg­ferð. Þú spurðir mig líka hvort að það væri gert nóg, ég held að það þurfi að gera meira og þess vegna er ég að koma með annað frum­varp,“ sagði hún meðal ann­ars.

Fylgið mikið áhyggju­efni

Guðrún var spurð um fylgi flokks­ins í nýj­ustu könn­un Maskínu, þar sem Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn mæld­ist með 14,7% fylgi. Hún kvaðst ekki skilja þetta gíf­ur­lega lága fylgi og sagði að flokk­ur­inn væri með frá­bæra stefnu sem eigi að höfða til lands­manna.

„Þetta er aga­legt. Vegna þess að við erum með svo frá­bæra stefnu sem mér finnst ein­hvern veg­inn eig að höfða til svo mik­ils massa en er ekki að gera það. Og það er mikið áhyggju­efni, um­hugs­un­ar­efni fyr­ir okk­ur sem erum að starfa í flokkn­um og erum í fram­línu flokks­ins.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka