Hvernig getur skuldabréf verið kynjað?

Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur sett á sig …
Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur sett á sig kynjagleraugun. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Rík­is­sjóður gaf á dög­un­um út kynjað skulda­bréf og er Ísland er fyrsta landið sem gef­ur út skulda­bréf af þessu tagi. Fjár­málaráðherra tel­ur lík­legt að fleiri lönd muni fylgja for­dæmi Íslend­inga.

En marg­ir klóra sér ef­laust í hausn­um og spyrja sig: Hvað ger­ir þetta skulda­bréf svona kynjað? Er það stelpa, strák­ur eða stálp?

Ekki beint. Það verður alla veg­ana ekki blásið til kynja­veislu bréfs­ins vegna.

Í raun eins og græn skulda­bréf

And­virði kynjaða skulda­bréfs­ins er nýtt í verk­efni sem tengj­ast aðgerðum sem stuðla að kynja­jafn­rétti, rétt eins og græn skulda­bréf eru notuð til að fjár­magna verk­efni sem snúa að um­hverf­is- og lofts­lags­mál­um. 

„Aðil­inn sem kaup­ir þetta bréf legg­ur áherslu á að þeir fjár­mun­ir sem þarna skap­ast séu notaðir við jafn­rétt­is­mál og fé­lags­legt jafn­rétti,“ út­skýr­ir Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, fjár­mála og efna­hags­ráðherra, í sam­tali við mbl.is. 

Skulda­bréfið fell­ur und­ir sjálf­bæra fjár­mögn­un rík­is­sjóðs en kynjaða skulda­bréfið ber 3,4% fasta vexti. Bréfið var gefið út til 3 ára í einka­út­gáfu til Frank­lin Templ­et­on, eins stærsta sjóðstýr­ing­ar­fyr­ir­tæk­is í heimi. Um­sjón með út­gáf­unni var í hönd­um BNP Pari­bas.

Sam­starf við UN Women

And­virði út­gáf­unn­ar, um 7,5 millj­arðar króna, verður því nýtt í til að mæta kostnaði rík­is­sjóðs vegna jafn­réttis­verk­efna.

„Við fór­um í sam­starf við UN Women og feng­um ráðgjöf frá þeim,“ seg­ir Sig­urður Ingi enn frem­ur. Rétt­inda­sam­tök­in hafi einnig aðstoðað við að út­færa þau skil­yrði sem skulda­bréfið lýt­ur.

Á vef fjár­málaráðuneyt­is­ins kem­ur fram að fénu verði fyrst og fremst ráðstafað í verk­efni sem eigi að „tryggja kon­um og kvár­um í viðkvæmri stöðu fé­lags­lega þjón­ustu og viðun­andi lífs­skil­yrði“ og „draga úr byrði kvenna af ólaunuðum heim­il­is- og umönn­un­ar­störf­um“.

Fyrst þjóða

„Þetta hef­ur auðvitað vakið gríðarlega eft­ir­tekt er­lend­is þar sem við erum fyrsta þjóðin í heim­in­um [sem gef­ur út kynjað skulda­bréf],“ seg­ir Sig­urður Ingi.

Hann tek­ur enn frem­ur fram að inn­an 1% af fjár­mögn­un heims­ins teng­ist fimm heims­mark­miðunum Sam­einuðu þjóðanna um jafn­rétti, sem séu nán­ast al­farið fjár­mögnuð „í gegn­um svona hluti“.

„Þarna erum við að sýna frum­kvæði og það munu ör­ugg­lega aðrar þjóðir fylgja í kjöl­farið.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert