Al Jazeera fjallar um stöðu Yazans

Yazan hefur búið hér á landi í rúmt ár en …
Yazan hefur búið hér á landi í rúmt ár en honum og fjölskyldu hans verður vísað úr landi á næstu dögum. Ljósmynd/Aðsend

Einn af stærstu fjölmiðlum heims fjallar um mál Yazans Tamimi, 11 ára palestínsks drengs með hrörnunarsjúkdóm, sem vísað verður frá Íslandi á næstu dögum.

Eins og mbl.is hefur greint frá kom Yazan til Íslands frá Palestínu ásamt fjölskyldu sinni fyrir rúmu ári. Drengurinn er með duchene-heilkennið, sem er vöðvarýrnunarsjúkdómur.

Al Jazeera Plus, samfélagsmiðlaútgáfa Al Jazeera, birti í dag myndband á Instagram þar sem fjallað er um stöðu Yazans.

Liggur á barnaspítala

Til stendur að senda Yazan til Spánar þrátt fyrir að hann hafi enga tenginu við landið.

Fjölskylda Yazans og vinir hafa lýst þungum áhyggjum af heilsu drengsins, sem liggur nú inni á Barnaspítala Hringsins.

Fjöldi fé­laga­sam­taka hef­ur mót­mælt brott­vís­un Yaz­ans. Má þar nefna ÖBÍ, Duchene-sam­tök­in, Ein­stök börn, Tabú, Sólar­is og No Bor­ders.

View this post on Instagram

A post shared by AJ+ (@ajplus)

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka