„Það er ekkert að drengjunum“

Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum.
Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Eng­inn sveit­ar­stjórn­ar­maður get­ur setið hjá á sama tíma og staða drengja í mennta­kerf­inu fer versn­andi.

Þetta seg­ir Íris Ró­berts­dótt­ir, bæj­ar­stjóri Vest­manna­eyja, í sam­tali við mbl.is.

Í Vest­manna­eyj­um hef­ur verk­efnið Kveikj­um neist­ann verið í gangi í þrjú ár og lofa niður­stöður góðu.

Í vet­ur hafa þrír ár­gang­ar fylgt verk­efn­inu og hafa þeir all­ir náð mark­miðum. Ef horft er til rann­sókn­ar­hóps­ins sem nú er í 3. bekk þá telj­ast 91% nem­enda í 3. bekk læs­ir sam­kvæmt niður­stöðum mæli­tæk­is­ins LÆS III.

Bæjarstjóri Vestmannaeyja segir að sveitarstjórnarmenn geti ekki setið hjá.
Bæj­ar­stjóri Vest­manna­eyja seg­ir að sveit­ar­stjórn­ar­menn geti ekki setið hjá. Ljós­mynd/​Colour­box

All­ir þurfi að gera eitt­hvað

„Mér finnst að all­ir þurfi að gera eitt­hvað. Spurn­ing hvort að það sé Kveikj­um neist­ann sem fólk vill stíga inn í, af því við erum með reynslu af því. En það get­ur eng­inn sveit­ar­stjórn­ar­maður setið hjá núna. Við erum búin að vita af þessu í mörg ár, við erum ekki að tak­ast á við þetta og þetta er okk­ar ábyrgð,“ seg­ir Íris spurð að því hvort hún hvetji önn­ur sveit­ar­fé­lög til að gera það sama og gert hef­ur verið í Vest­manna­eyj­um.

Íris seg­ir að best væri ef að öll sveit­ar­fé­lög gætu gert þetta sam­stíga en það virðist ganga of hægt.

Ásdís­ Kristjáns­dótt­ir, bæj­ar­stjóra Kópa­vogs­bæj­ar, greindi frá því á mánu­dag að hún ætl­ar að bregðast við vand­an­um og axla ábyrgð. Í mars var greint frá því að Linda­skóli muni inn­leiða verk­efnið Kveikj­um neist­ann í 1. og 2. bekk skól­ans á næsta ári.

Skipt­ir máli að hafa skóla­sam­fé­lagið með

Hvað þurfti til hjá ykk­ur í Vest­manna­eyj­um til að ná í gegn breyt­ing­um í kerf­inu?

„Ástæða þess að við för­um af stað er bara staðan. Ég er grunn­skóla­kenn­ari og þekki kerfið þeim meg­in frá. Við vor­um ekki að ná ár­angri, það voru ekki tæki og tól í kerf­inu til að ná ár­angri og til þess að börn­in gætu nýtt sín tæki­færi,“ seg­ir hún.

Hún nefn­ir að Her­mund­ur Sig­munds­son, pró­fess­or við Há­skóla Íslands og Norska tækni- og vís­inda­há­skól­ann, og for­svarsmaður rann­sókn­ar­verk­efn­is­ins Kveikj­um neist­ann, hafi komið að tali við hana og vakið at­hygli henn­ar á verk­efn­inu á sín­um tíma.

Hermundur Sigmundsson, prófessor við Norska tækni- og vísindaháskólann í Þrándheimi …
Her­mund­ur Sig­munds­son, pró­fess­or við Norska tækni- og vís­inda­há­skól­ann í Þránd­heimi og HÍ. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

„Til þess að geta farið af stað þarftu auðvitað að hafa skóla­sam­fé­lagið með þér. Eitt er að póli­tík­in taki ákvörðun um að hún vilji gera breyt­ing­ar, við stýr­um auðvitað ákveðnum ramma og fjár­magni og svo­leiðis, en auðvitað er fag­legi þátt­ur­inn á hendi skól­anna.

Þannig það var sam­tal við skól­ann hér, kenn­ara og for­eldra sem gekk ótrú­lega vel. Sam­an er tek­in ákvörðun um að taka þetta skref og gera þess­ar breyt­ing­ar. Fara í þetta þró­un­ar- og rann­sókn­ar­verk­efni sem er ein­stakt á Íslandi, öfl­ug­asta verk­efni sem er í gangi í dag í þessa veru,“ seg­ir hún.

Mæl­ing­ar og eft­ir­fylgni skipta miklu máli

At­hygli vek­ur að ekki er mun­ur á læsi stúlkna og drengja í verk­efn­inu í Eyj­um. Íris seg­ir skipta miklu máli að mæla ár­ang­ur barn­anna og tryggja eft­ir­fylgni.

„Eft­ir­fylgni er það sem hef­ur verið erfitt að sinna í skóla­kerf­inu og þá nærðu ekki ár­angri. Ef þú get­ur ekki fylgt eft­ir því sem þú mæl­ir, hvort sem þú ger­ir það með stöðluðum próf­um eða hverju sem er, ef þú sérð að það vant­ar eitt­hvað upp á og þú get­ur ekki fylgt því eft­ir, þá mun auðvitað ekk­ert breyt­ast,“ seg­ir hún.

Staða drengja kerf­is­bundið vanda­mál

Hún ít­rek­ar að til þess að ráðast í breyt­ing­ar þá þurfi að eiga sér sam­tal við skóla­sam­fé­lagið en það sé samt hlut­verk bæj­ar­full­trúa að fara af stað.

„Ég hef alltaf haldið því fram að það sé ekk­ert í skóla­kerf­inu sem heit­ir „vandi drengja“. Þetta er kerf­is­vandi, það er ekk­ert að drengj­un­um og hef­ur aldrei verið. Við erum bara ekki að mæta þeim,“ seg­ir Íris og bæt­ir við:

„Það er það sem við erum að gera hér. Við erum að mæta ein­stak­ling­un­um, hvort sem það eru stúlk­ur eða dreng­ir, þar sem þau eru stödd og fylgja þeim eft­ir.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert