Sýn mun greiða svipað verð fyrir sýningarrétt á enska boltanum í þrjú ár og Síminn hefur gert undanfarin ár, að teknu tilliti til verðlagsþróunar frá síðasta samningi.
Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins mun fyrirtækið greiða á bilinu 1,3-1,4 milljarða króna ár hvert, alls um fjóra milljarða.
Sýn hafði betur gegn Símanum í útboði um sýningarréttinn fyrir tímabilin 2025-2028.
Athygli vekur að Ísland var eina markaðssvæðið þar sem sýningarréttur að enska boltanum var boðinn út að þessu sinni. Alla jafna eru mörg svæði boðin út á sama tíma.
Meira má lesa um málið í Morgunblaðinu í dag.
Árétting: Síminn vill koma því á framfæri að rétt sé eins og kemur fram í frétt Morgunblaðsins í dag að síðasta útboð hafi upphaflega verið til sex ára. Enska úrvalsdeildin hafi svo dregið til baka möguleikann á sex ára samningi eftir hótanir frá Samkeppniseftirlitinu á Íslandi. Því hafi aðeins verið samið til þriggja ára.