Taka ábyrgð á palestínsku fánunum í Hallgrímskirkju

Hér má sjá þegar fánarnir voru teknir niður.
Hér má sjá þegar fánarnir voru teknir niður. mbl.is

Samtökin No Borders Iceland hafa tekið ábyrgð á palestínsku fánunum sem hengdir voru upp í kirkjuturni Hallgrímskirkju í dag.

Þetta staðfesta samtökin í tölvupósti til mbl.is.

Þá hafa samtökin sent frá sér tilkynningu á Facebook. Hana má lesa í heild sinni hér að neðan.

Samtökin gagnrýna íslensk stjórnvöld og segja framferði þeirra „skammarlegt og ógeðfellt“. Í því samhengi nefna þau sérstaklega frystingu framlaga til palestínsku flóttamannaaðstoðarinnar og brottvísun Yazan Tamimi.

„Í stuttu máli eru kröfur okkar:

1. Ísland slíti stjórnmálasambandi við Ísrael og að viðskiptabann verði sett á landið.

2. Ísland styðji málsókn Suður-Afríku fyrir Alþjóðadómstólnum.

3. Ekki fleiri brottvísanir, byrja á að stöðva brottvísanir til Grikklands og beitingu Dyflinnarreglugerðarinnar.“

Í samtali við mbl.is staðfesti starfsmaður Hallgrímskirkju að fánarnir hefðu aðeins hangið í kirkjuturninum í um fimm mínútur. Harmaði starfsmaðurinn að til þeirra hefði ekki verið leitað en kirkjan hangi ekki upp fána, annan en þann íslenska og þá sem sýni kristi­leg merki. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert