Kerfisbilun ekki haft áhrif á flugumferð

Icelandair er með mikla Microsoft innviði.
Icelandair er með mikla Microsoft innviði. mbl.is/Árni Sæberg

Kerfisbilun Microsoft hefur ekki haft nein áhrif á flugumferð Icelandair en kerfi flugfélagsins eru hýst hjá tæknirisanum.

„Við erum með mikla Microsoft-innviði,“ segir Guðni Sigurðsson upplýsingafulltrúi Icelandair í samtali við mbl.is.

Þrátt fyrir það segir hann umrædda bilun ekki hafa haft nein áhrif á kerfi flugfélagsins. 

Unnið sé að því að greina málið og er frekari upplýsinga að vænta síðar í dag, að sögn Guðna. 

Öll flug Play á áætlun í morgun

Að sama skapi gætir áhrifanna ekki hjá flugfélagi Play, að sögn Nadinar Guðrúnar Yag­hi, upplýsingafulltrúa félagsins, en kerfi félagsins eru hýst hjá AWS, eða Amazon Web Services. 

Aðspurð seg­ir hún allar flugferðir fé­lags­ins hafa verið á áætl­un í morg­un. Flug­fé­lagið sé þó vak­andi og fylg­ist vel með stöðu mála í dag.

„Enn sem komið er höf­um við ekki heyrt af neinni seink­un,“ seg­ir Nadine.

Þá hafa örðugleikarnir ekki heldur haft nein áhrif á Keflavíkurflugvelli að sögn staðgengils upplýsingafulltrúa Isavia. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert