Engin ákvörðun um auglýsingu

Halla Bergþóra Björnsdóttir lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu og Sigríður Björk Guðjónsdóttir …
Halla Bergþóra Björnsdóttir lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu og Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri. Samsett mynd/Ásdís/Eggert

„Ákvarðanir um skipunartíma eru í almennu ferli í ráðuneytinu og verða skoðaðar þegar að því kemur og þá verður tekin ákvörðun. Ekkert liggur fyrir að svo stöddu,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra í samtali við Morgunblaðið, spurð um hvort til standi að auglýsa embætti ríkislögreglustjóra og lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu laus til umsóknar þegar skipunartíma í téð embætti lýkur á næsta ári.

Samkvæmt 23. grein laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins eru embættismenn skipaðir tímabundið til fimm ára í senn og skal tilkynna viðkomandi embættismanni með minnst sex mánaða fyrirvara fyrir lok skipunartíma hans, hvort embættið verði auglýst laust til umsóknar. Sé það ekki gert framlengist skipunartíminn sjálfkrafa um fimm ár til viðbótar, nema hann óski eftir að láta af störfum fyrr.

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert