„Í stríði gilda ákveðnar reglur“

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra. mbl.is/Eyþór

Alþjóðadóm­stóll­inn í Haag gaf fyrr í vik­unni út ráðgef­andi álit sem seg­ir að land­taka Ísra­els í Palestínu sé ólög­mæt. Í kjöl­farið ít­rekaði ut­an­rík­is­ráðuneytið niður­stöðuna og sagði her­setu Ísra­els ólög­lega.

Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir ut­an­rík­is­ráðherra seg­ir fyrst og fremst skipta máli að ná fram vopna­hléi á svæðinu.

„Þarna er auðvitað um að ræða niður­stöðu sjálf­stæðs dóm­stóls sem er nokkuð skýr í sinni niður­stöðu. Í þessu ofboðslega flókna ástandi sem þarna rík­ir skipt­ir fyrst og síðast máli að ná fram vopna­hlé til þess að hægt sé að vinna og meta næstu skref.

Þetta hang­ir sam­an og í því sam­hengi eru það eins og alla jafna stærstu áhrifa­vald­ar og leik­end­ur í þessu öllu sam­an sem geta haft áhrif á það hver næstu skref verða. Ég vona sann­ar­lega að það verði hægt að ná ein­hverri niður­stöðu um vopna­hlé til þess að hægt sé að horfa fram á við í þessu ofboðslega flókna ástandi,“ seg­ir ut­an­rík­is­ráðherra í sam­tali við mbl.is.

Horn­steinn ís­lenskr­ar ut­an­rík­is­stefnu

Sérðu fyr­ir þér að Ísland muni beita ein­hverj­um frek­ari þrýs­ingi nú þegar þetta álit er ljóst?

„Við höf­um hingað til, og mun­um áfram, nota þann vett­vang sem við höf­um hverju sinni, okk­ar rödd, hvort sem það er í at­kvæðagreiðslu eða yf­ir­lýs­ing­um, sam­skipt­um við þarlend stjórn­völd. Og sömu­leiðis í sam­skipt­um við önn­ur ríki sem eru að beita sér fyr­ir, til að mynda vopna­hléi, og þar í fram­haldi næstu skref­um. Við mun­um hér eft­ir, sem hingað til, gera það og síðan, sem að öllu skipt­ir, vera trú­verðug í því að horn­steinn okk­ar ut­an­rík­is­stefnu sé að alþjóðalög séu virt.

Eins og ég hef áður sagt, og segi aft­ur af þessu til­efni, að þá fylgja alþjóðalög­um ekki ein­ung­is heil­ög rétt­indi, held­ur líka heil­ag­ar skyld­ur. Í stríði gilda ákveðnar regl­ur sem að ríki hafa skuld­bundið sig til að fara eft­ir og þegar við ákveðum sam­an að setja á fót dóm­stóla til þess að kveða úr um það hvenær þeim er fylgt og hvenær ekki, þá þarf ríki sem á allt und­ir að alþjóðalög séu virt að standa með sjálf­stæði slíkra dóm­stóla.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka