Pallbíll og lögreglubíll í árekstri á Miklubraut

Dælubíll, lögregla og sjúkrabílar eru á svæðinu.
Dælubíll, lögregla og sjúkrabílar eru á svæðinu. mbl.is/Ólafur

Bílslys varð á gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar fyrir skemmstu. Pallbíll og lögreglubíll skullu þar saman samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. 

Sjúkrabílar og dælubíll frá Slökkviliðinu eru á staðnum. Ekki liggja fyrir upplýsingar um meiðsl á fólki en búið er að færa þrjá á brott í sjúkrabíl.

Meðal annars þurfti að fjarlægja hurð af lögreglubílnum svo hægt væri að ná í manneskju sem þar var út.   

Fréttin hefur verið uppfærð

Viðbragðsaðilar eru á staðnum.
Viðbragðsaðilar eru á staðnum. mbl.is/Ólafur
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka