Skorar á verslunina í landinu að gera betur

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Guðmund­ur Ingi Guðbrands­son, fé­lags­mála- og vinnu­markaðsráðherra, seg­ir nýj­ustu verðbólgu­mæl­ing­ar von­brigði og skor­ar á versl­un­ina í land­inu að gera bet­ur.

Það ger­ir hann í færslu á Face­book-síðu sinni.

Sam­fé­lagið þurfi að leggj­ast á ár­arn­ar til að ná verðbólgu niður

„Það sem helst olli auk­inni verðbólgu voru hækk­an­ir á smá­vöru, mat og drykk. Þá voru út­söl­ur lak­ari en gert hafði verið ráð fyr­ir. Við þetta verður ekki unað,“ seg­ir í færsl­unni.

Hann seg­ir allt sam­fé­lagið þurfa að leggj­ast á ár­arn­ar til að ná verðbólgu niður svo lækka megi vexti, og seg­ir versl­un­ina líka þurfa að taka það til sín.

Hann seg­ir launa­fólk hafa gert sitt með því að und­ir­rita kjara­samn­inga til fjög­urra ára sem geri ráð fyr­ir hóf­leg­um launa­hækk­un­um með verðstöðug­leika að mark­miði.

Rík­is­stjórn­in for­gangsraðar með hag al­menn­ings í huga

„Rík­is­stjórn­in ger­ir líka sitt og fer fram með aðhalds­söm fjár­lög og á sama tíma létt er und­ir með heim­il­un­um til að mynda með hækk­un hús­næðis­bóta, barna­bóta og gjald­frjáls­um máltíðum í grunn­skól­um. Þannig for­gangsraðar rík­is­stjórn­in með hag al­menn­ings, og sér­stak­lega lág­tekju­fólks, í huga,“ seg­ir í færsl­unni.

„Versl­un­in í land­inu get­ur ekki verið stikk­frí og verður að leggja meira af mörk­um til að vinna að þessu stærsta sam­fé­lags­verk­efni nú um stund­ir, að ná niður verðbólgu og vöxt­um. Ég skora því á versl­un­ina að gera bet­ur,“ seg­ir í færsl­unni. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert