Meirihluti íslenskra orða er gleymdur

Jóhannes segir horfin orð lengi hafa verið sér hugleikin.
Jóhannes segir horfin orð lengi hafa verið sér hugleikin. Haraldur Jónasson / Hari

Íslenska er uppfull af gleymdum orðum en það er til marks um að málið sé lifandi.

Á dögunum skrifaði Jóhannes B. Sigtryggsson rannsóknardósent pistil á vef Árnastofnunar þar sem hann gerði orð sem eru horfin úr íslensku að umræðuefni og talaði um að þau væru horfinn menningarfjársjóður.

Jóhannes er ekki sá eini sem hefur fjallað um þennan menningararf sem orðin horfnu eru en Sölvi Sveinsson gerði slíkum orðum skil í bókinni Geymdur og gleymdur orðaforði frá 2017 og Haraldur Matthíasson sömuleiðis í Perlum málsins frá 1996.

Bjó til orðalista

Jóhannes segir horfin orð lengi hafa verið sér hugleikin.

„Ég vann á fornmálsorðabókinni í Kaupmannahöfn fyrir mjög löngu síðan og skrifaði þá hjá mér orð, var þá að búa til ásamt öðrum svona orðalista, eiginlega uppflettiorðalista fyrir fornmálsorðabókina.“

Hann hefur síðan haldið þessum vana áfram bæði í starfi sínu á Árnastofnun og öðrum stöðum.

Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu í dag, laugardag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert