Bjarni: Guðni forseti á sögulegum framfaratímum

Í dag sat Guðni forseti sinn síðasta ríkisráðsfund.
Í dag sat Guðni forseti sinn síðasta ríkisráðsfund. mbl.is/Eyþór Árnason

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráðherra seg­ir að á síðasta rík­is­ráðsfundi Guðna Th. Jó­hann­es­son­ar, frá­far­andi for­seta Íslands, hafi verið litið um öxl og þakkað fyr­ir gott sam­starf síðustu árin.

„Það hef­ur verið mjög hnökra­laust og traust sam­starf á milli for­set­ans og þess­ar­ar rík­is­stjórn­ar,“ seg­ir Bjarni í sam­tali við blaðamann að fundi lokn­um.

Hann seg­ir að for­set­an­um hafi verið færður blóm­vönd­ur á fund­in­um og nefn­ir að Guðni og fjöl­skyld­an séu flutt í nýtt hús­næði ekki langt frá Bessa­stöðum.

„Von­andi fær blóm­vönd­ur­inn góðan stað á nýju heim­ili þeirra hjóna,“ seg­ir hann.

Hef­ur góða til­finn­ingu fyr­ir sam­starf­inu

Hann hef­ur góða til­finn­ingu fyr­ir kom­andi sam­starfi með Höllu Tóm­as­dótt­ur og er spennt­ur fyr­ir því sam­starfi.

„For­seti fékk frá­bæra kosn­ingu og sýndi það í sinni bar­áttu að hún hef­ur mik­inn metnað fyr­ir landi og þjóð,“ seg­ir hann og bæt­ir við að hann bú­ist við góðu og far­sælu sam­starfi.

Sögu­leg­ir tím­ar að baki

Er ein­hver stund sem stend­ur upp úr á síðustu árum?

„Það sem kannski stend­ur upp úr eru nokkr­ir hlut­ir. Í fyrsta lagi ger­ist það mjög snemma í for­setatíð Guðna að það er boðað til snemm­bú­inna kosn­inga. Þannig hann fékk það verk­efni mjög snemma á sín­um ferli óvænt upp í hend­urn­ar og það leyst­ist ágæt­lega úr því.

Í öðru lagi þá hafa þetta verið mjög sögu­leg­ir tím­ar fyr­ir þær sak­ir að við höf­um verið að ganga í gegn­um tíma, ekki bara elds­um­brota, held­ur hafa hér líka á und­an­förn­um árum verið snjóflóð, aur­skriður, meiri­hátt­ar óveður sem reyndu á innviði lands­ins, síðan geisa stríð um þess­ar mund­ir í Evr­ópu,“ seg­ir Bjarni og nefn­ir einnig að þjóðinni hafi fjölgað mikið á síðustu árum.“

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra er hann mætti á ríkisráðsfund áðan.
Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráðherra er hann mætti á rík­is­ráðsfund áðan. mbl.is/​Ant­on

Mikl­ar fram­far­ir á síðustu árum

Hann seg­ir síðustu ár þó ekki bara hafa verið brekku. Mikl­ar fram­far­ir hafi orðið hjá þjóðinni 

„Hins veg­ar hef­ur þetta ekki bara verið brekka held­ur hafa orðið mikl­ar fram­far­ir á sama tíma hjá þjóðinni. Við höf­um bætt lífs­kjör veru­lega og erum í stór­um innviðar­upp­bygg­ing­ar­mál­um, eins og bygg­ing Land­spít­al­ans er til vitn­is um.

Lífs­kjör lands­manna hafa vaxið hröðum skref­um þannig ég held að þegar litið verði til baka yfir þetta tíma­bil þá hafi kannski breyt­ing­arn­ar verið meiri held­ur en við áttuðum okk­ur á á meðan að árin liðu,“ seg­ir hann.

Mik­il­vægt að vernda menn­ing­una

Hann seg­ir ýms­ar áskor­un fylgja fjölg­un íbúa og breyttu alþjóðaum­hverfi. Hann seg­ir skipta máli að vernda ís­lensku tung­una og menn­ing­una á tím­um breyt­inga.

„Á sama tíma erum við að spegla okk­ur í alþjóðaum­hverf­inu og spyrja hvernig get­um við notið sem allra besta lífs­kjara og borið okk­ur sam­an við það sem best ger­ist ann­ars staðar,“ seg­ir hann meðal ann­ars.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert