„Sorg að þessi góði maður“ hafi verið drepinn

Mynd frá því þegar Sveinn Rúnar hitti Ismail, fyrrverandi leiðtoga …
Mynd frá því þegar Sveinn Rúnar hitti Ismail, fyrrverandi leiðtoga hryðjuverkasamtakanna Hamas. Ljósmynd/Sveinn Rúnar

Sveinn Rún­ar Hauks­son, fyrr­ver­andi formaður fé­lags­ins Ísland-Palestína, er lík­lega einn af fáum Íslend­ing­um sem fengu að hitta leiðtoga hryðju­verka­sam­tak­anna Ham­as, Ismail Han­iyeh, sem var ráðinn af dög­um í nótt. Sveinn seg­ir hann hafa verið kurt­eis­an og góðan mann.

„Það er í fyrsta lagi sorg að þessi góði maður og leiðtogi, einn helst leiðtogi Palestínu­manna í bar­áttu fyr­ir friði og frelsi, skuli hafa verið myrt­ur í póli­tísku morði. Rétt eins og marg­ir for­ystu­manna Palestínu­manna á und­an hon­um,“ seg­ir Sveinn í sam­tali við mbl.is.

Han­iyeh var í Íran til að vera viðstadd­ur embætt­is­töku nýs for­seta lands­ins. Hann var felld­ur í nótt og saka Ham­as Ísra­el um verknaðinn.

Han­iyeh er skil­greind­ur sem hryðju­verkamaður af Banda­ríkj­un­um og alþjóðlegi glæpa­dóm­stóll­inn var með hand­töku­skip­un á hon­um fyr­ir stríðsglæpi og glæpi gegn mann­kyn­inu vegna hryðju­verka Ham­as í Ísra­el 7. októ­ber, þar sem um 1.200 manns voru myrt­ir og um 250 manns tekn­ir gísl­ingu.

Seg­ir kynni sín af mann­in­um vera góð

Sveinn hitti Han­iyeh árið 2010 og seg­ir að kynni sín af hon­um hafi verið góð.

Hvernig voru kynni þín af mann­in­um?

„Þau voru af­skap­lega góð. Mitt annað nafn er Sveinn „seinn“ en ég var ákaf­lega vel bú­inn und­ir þenn­an fund og mætti stund­vís­lega og var kom­inn á und­an hon­um inn í sal­inn. Hann kom tveim mín­út­um á eft­ir og baðst margsinn­is af­sök­un­ar á því að hon­um hefði seinkað. Hann var að koma frá há­deg­is­bæn­un­um sín­um,“ seg­ir Sveinn.

„Ég fyrigaf hon­um það strax og síðan sett­umst við til fund­ar og ég var bú­inn að und­ir­búa þenn­an fund mjög vel, í raun á marg­an hátt.“

Sveinn ræddi á fund­in­um um deil­ur á milli ólíkra flokka í Palestínu. Kveðst hann meðal ann­ars hafa verið bú­inn að vera í góðu sam­bandi við leiðtoga Fatah-hreyf­ing­ar­inn­ar fyr­ir fund­inn.

„Ég hafði hitt fólk úr flest­um flokk­um þarna,“ seg­ir Sveinn.

Ismail fordæmdi Bandaríkin þegar hryðjuverkamaðurinn Osama Bin Laden var felldur. …
Ismail for­dæmdi Banda­rík­in þegar hryðju­verkamaður­inn Osama Bin Laden var felld­ur. Sagði hann Bin Laden vera „heil­ag­an ar­ab­ísk­an stríðsmann“. AFP/​Mohammed Abed

Kurt­eisi ein­kenn­andi fyr­ir Han­iyeh

Sveinn seg­ir að fund­ur­inn hafi farið þannig að hann sjálf­ur hafi talað í 20 mín­út­ur áður en Han­iyeh tók til máls til að ræða eyðilegg­ingu og dauða á Gasa.

„Það sem var ein­kenn­andi fyr­ir þenn­an mann var þessi kurt­eisi,“ seg­ir Sveinn.

Hann seg­ist hafa kom­ist að því að kurt­eisi sé eig­in­lega ein sú hæsta ein­kunn sem Palestínu­menn gefa hvort öðrum.

„Hann var mjög viðræðugóður, hann hlustaði og spurði spurn­inga. Hann út­skýrði fyr­ir mér hluti þannig að þetta var bæði ár­ang­urs­rík­ur, fróðleg­ur fund­ur og mjög vin­sam­leg­ur á alla kanta.

Ég átti bara eft­ir að hitta hann einu sinni aft­ur og það var við mjög skemmti­legt tæki­færi því hann bauð til garðveislu til að sýna þakk­læti gagn­vart „Viva Palest­ine“. Það voru tvö til þrjúhund­urð manns sem höfðu komið með 150 sjúkra- og sendi­bíla fulla af hjálp­ar­gögn­um og lyfj­um,“ seg­ir Sveinn.

For­dæmdi morðið á Osama Bin Laden

Hann var samt sem áður póli­tísk­ur leiðtogi sam­taka sem eru skil­greind sem hryðju­verka­sam­tök af Íslandi, Evr­ópu­sam­band­inu og Banda­ríkj­un­um. Alþjóðlegi glæpa­dóm­stóll­inn var með hand­töku­skip­un gegn hon­um vegna stríðsglæpa og glæpi gegn mann­kyn­inu, hann for­dæmdi Banda­rík­in fyr­ir að fella Osama Bin Laden – al­ræmd­asta hryðju­verka­mann okk­ar tíma. Hann er skil­greind­ur sem hryðju­verkamaður af Banda­ríkj­un­um og hann fagnaði hryðju­verk­un­um gegn Ísra­el 7. októ­ber.

Er þetta góður maður þegar þetta er fer­il­skrá­in?

„Nei, ekki með þenn­an for­mála. En ég held að það bendi nú í fyrsta lagi ekk­ert til þess að hann hafi leitt þess­ar aðgerðir sem voru 7. októ­ber,“ seg­ir Sveinn.

Ég sagði ekki leitt, ég sagði fagna.

„Nei hann virðist ekki hafa leitt þær. Ég hef ekki séð þetta að hann hefði fagnað þeim,“ seg­ir Sveinn.

Dag­blaðið Tel­egraph grein­ir frá því að Ismail Han­iyeh hafi horft á hryðju­verk­in 7. októ­ber í sjón­varp­inu með ánægju. Mynd­skeið frá skrif­stofu hans í Doha sýni Han­iyeh og ráðamenn Ham­as lofa Guð fyr­ir fram­an flat­skjá sem sýndi frétt­ir af hryðju­verk­un­um.

„Ekki mín orð að hann væri góður maður“

En hvað með alþjóðlega glæpa­dóm­stól­inn, Osama Bin Laden og allt það. Er þetta góður maður eft­ir allt sem hann hef­ur gert, þrátt fyr­ir það að hann hafi verið kurt­eis?

„Ég ætla ekki að fara dæma. Ég held að það sé Guðs að dæma ekki mín, hver sé góður og ekki góður. Það voru ekki mín orð að hann væri góður maður,“ seg­ir Sveinn.

Hann seg­ir að Han­iyeh hafi bar­ist fyr­ir frið, hafi viljað viður­kenna Ísra­els­ríki og verið mik­il­væg­asti maður­inn í sáttaum­leit­un­um Ísra­els og Ham­as.

„En að dæma um það hvort að einn maður sé góður út frá hans yf­ir­lýs­ing­um, póli­tísk­um og öðru, það ætla ég ekki að gera,“ seg­ir Sveinn.

„Kannski geng ég of langt í því að teikna upp ein­hverja sæta mynd af hon­um. Ég er bara reyna segja þér það að ég hitti mann­inn í tvö skipti,“ seg­ir Sveinn.

Hætta á stig­mögn­un

Sveinn seg­ir óneit­an­lega vera hættu á því að átök­in stig­magn­ist í kjöl­far þess að Han­iyeh var ráðinn af dög­um.

Hvað vilt þú sjá ger­ast í kjöl­farið?

„Þetta viðbjóðslega morð á hon­um er nátt­úru­lega ekk­ert annað en fram­hald af því sem við erum að horfa upp á á hverj­um degi á Gasa. Það sem er svo al­var­legt við það er að þetta er mikið áfall fyr­ir þá sem vinna að friðarum­leit­un­um á svæðinu,“ seg­ir Sveinn.

Hann seg­ir að Han­iyeh hafi ekki verið virk­ur leiðtogi Ham­as á Gasa en að hann hafi samt sem áður verið helsti samn­ingamaður Ham­as.

„Hann vildi semja og gera var­an­legt vopna­hlé við Ísra­el,“ seg­ir Sveinn.

Sjálf­ur seg­ir Sveinn að hann vilji sjá taf­ar­laust vopna­hlé.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert