Þórður Snær hættir sem ritstjóri Heimildarinnar

Þórður Snær Júlíusson blaðamaður og nú fyrrverandi ritstjóri Heimildarinnar.
Þórður Snær Júlíusson blaðamaður og nú fyrrverandi ritstjóri Heimildarinnar. mbl.is/Hari

Þórður Snær Júlí­us­son hef­ur látið af störf­um sem rit­stjóri Heim­ild­ar­inn­ar.

Hann grein­ir frá þessu í Face­book-færslu. Þórður stofnaði fjöl­miðil­inn Kjarn­ann árið 2013 en miðill­inn sam­einaðist Stund­inni árið 2022 og úr varð Heim­ild­in. 

„Nú er kom­inn tími til að skipta um takt,“ skrif­ar Þórður en hann hef­ur starfað sem rit­stjóri Heim­ild­ar­inn­ar ásamt Ingi­björgu Dögg Kjart­ans­dótt­ur, sem var áður rit­stjóri Stund­ar­inn­ar.

„Eng­inn er ómiss­andi og það kem­ur alltaf ein­hver í manns stað. Heim­ild­in er á góðu róli, búin að fara í gegn­um tíma­bil umbreyt­inga og upp­bygg­ing­ar, orðinn mik­il­væg­ur miðill í ís­lensku sam­fé­lagi og finna ákveðinn stöðug­leika sem mun án efa nýt­ast til enn frek­ari vaxt­ar.“

Blendn­ar til­finn­ing­ar

Þórður seg­ist fyr­ir nokkru hafa til­kynnti stjórn Sam­einaða út­gáfu­fé­lags­ins, sem gef­ur út Heim­ild­ina, að hann hugðist láta af störf­um sem rit­stjóri fjöl­miðils­ins.

„[S]ú niðurstaða form­gerðist í dag. Nú tek­ur við yf­ir­lega um hvað ég ætla að verða þegar ég verð stór,“ skrif­ar hann.

„Það er auðvitað skrýtið að kveðja eitt­hvað sem maður hef­ur tekið svona mik­inn þátt í að skapa og lagt svona mikið í. Og það örl­ar eðli­lega á blendn­um til­finn­ing­um.“

„Brjáluð veg­ferð“

Hann kveðst aft­ur á móti sann­færður um að ákvörðunin sé rétt skref á þess­um tíma­punkti.

„[Ég] finn fyrst og síðast fyr­ir ofsa­legu þakk­læti og stolti yfir að hafa fengið tæki­færi til að fara í þessa brjáluðu veg­ferð sem stofn­un á litl­um og gagn­rýn­um aðhalds­fjöl­miðli, í afar skökku sam­keppn­is­um­hverfi inn­an ör­sam­fé­lags, er,“ skrif­ar fjöl­miðlamaður­inn.

„Takk allt það ótrú­lega hæfi­leika­ríka og skemmti­lega fólk sem tókuð þátt í þessu verk­efni í gegn­um árin, hvort sem það var sem sam­starfs­menn, hlut­haf­ar eða í öðrum mik­il­væg­um hlut­verk­um. Kynn­in, sam­starfið og vin­skap­ur­inn við ykk­ur, sem ég sit von­andi uppi með það sem eft­ir er, er það dýr­mæt­asta sem ég tek út úr þessu öllu sam­an,“ bæt­ir hann við.

„Þið vitið hver þið eruð.“

Hvað tek­ur við?

Þórður tek­ur ekki sér­stak­lega fram í færsl­unni hver ástæða starfs­loka sinna er. 

„Þetta er starf sem gef­ur mikið, en tek­ur auðvitað mikið líka,“ skrif­ar hann en blaðamanna­fer­ill Þórðar hef­ur vissu­lega verið líf­leg­ur síðustu ár.

Blaðamenn Heim­ild­ar­inn­ar hafa að und­an­förnu þurft að sæta rann­sókn lög­regl­unn­ar á Norður­landi í tengsl­um við um­fjöll­un miðils­ins um „skæru­liðadeild“ Sam­herja. Þórður hef­ur stöðu sak­born­ings í mál­inu.

Þá hef­ur hann einnig átt í laga­leg­um deil­um við Pál Vil­hjálms­son blogg­ara sem var ný­lega sýknaður í meiðyrðamáli sem Þórður og Arn­ar Þór Ing­ólfs­son, blaðamaður á Heim­ild­inni, höfðuðu gegn Páli. Þeir hyggj­ast vísa mál­inu til Hæsta­rétt­ar.

Og eins og hann seg­ir í færslu sinni er enn óljóst hvað tek­ur við eft­ir þessa rúm­lega ára­tugs reynslu sem rit­stjóri og enn lengri reynslu sem blaðamaður. 

Frétt­in hef­ur verið upp­færð.

 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert