Stundum „óþarflega margradda“ ríkisstjórn

Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra.
Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Það er auðvitað aldrei gaman að mælast með lágt fylgi,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Framsóknarflokksins.

Blaðamaður ræddi við Sigurð Inga um nýjustu fylgistölur Gallup að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun, en Framsókn mælist þar aðeins með 7,2% fylgi.

27% þjóðarinnar segjast á sama tíma styðja ríkisstjórnina.

„Stjórnvöld eru óvinsæl“

Sigurður Ingi kveðst helst telja lítinn stuðning við ríkisstjórnina og stjórnarflokkana útskýrast af mikilli verðbólgu og háu vaxtastigi. 

Stríð í Evrópu valdi sömuleiðis óöryggi sem skiljanlega leiði til óánægju með stjórnvöld. Það sama sé uppi alls staðar í Evrópu.

„Þetta er auðvitað mæling á mati fólks núna. En við sjáum það svo sem, og ég hef fylgst með því í gegnum samtöl við kollega í öðrum löndum, að það sama er uppi alls staðar. Stjórnvöld eru óvinsæl.“

Eðlilegt að horfa til nýrra hluta

Kann þetta ekki að hafa eitthvað með sjálft ríkisstjórnarsamstarfið að gera? Eins og staðan er myndi VG ekki ná manni inn á þing, Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei mælst með lægra fylgi og forsætisráðherrann er sérstaklega óvinsæll. Grefur það undan ríkisstjórnarsamstarfinu?  

„Jú, sjálfsagt hefur þetta allt einhver áhrif og auðvitað er það staðreynd að við erum komin að lokum annars kjörtímabils. Það er líka eðlilegt að horfa til nýrra hluta.

Það er alveg rétt að ríkisstjórnin eða ríkisstjórnarflokkarnir hafa alveg stundum verið óþarflega margradda. Það er mikilvægt að halda sig við stjórnarsáttmálann og klára verkefnið sem ein liðsheild og ég held við getum það.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka