Svandís: VG þarf að hugsa sinn gang

Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra.
Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra og þingmaður Vinstri grænna segir nýja skoðanakönnun Gallup tilefni fyrir flokkinn til að hugsa sinn gang og feli í sér skilaboð um að flokkurinn þurfi að skerpa rödd sína.

Í nýrri könnun Gallup mælast Vinstri græn með 3,5% fylgi en flokkurinn næði ekki manni inn á þing.

Spurð hvort þessar tölur séu tilefni fyrir flokkinn til að hugsa sinn gang segir Svandís:

„Já, heldur betur og ég held að það sé alveg á hreinu. Stjórnarflokkur sem er í þessari stöðu þarf að íhuga sitt erindi og sinn kjarna.“

Ótímabært að gefa svör um framboð

Þá segir hún að stefnt sé á flokkráðsfund í þessum mánuði og landsfund í október.

„Við þurfum að leita inn í okkar pólitíska kjarna og meta okkar erindi í stjórnmálum, sem er hér eftir sem og hingað til mikilvægt. En þetta er orðin viðvarandi staða í skoðanakönnunum og hlýtur að fela í sér skilaboð til okkar um það að við þurfum að skerpa okkar rödd,“ segir Svandís.

Spurð hvort hún muni bjóða sig fram til formanns Vinstri Grænna á landsfundi segir hún ótímabært að gefa það upp.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert