Leggur til lausn við samgönguvandanum

Jón Gunnarsson þingmaður.
Jón Gunnarsson þingmaður. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Jón Gunnarsson segir að uppbygging samgöngukerfisins verði að vera í forgangi næstu árin. Ef ekki þá blasi við algjört öngþveiti.

Eftir sitji þó spurningin um hvernig skuli fjármagna mikla uppbyggingu þegar ríkissjóður er með lítið svigrúm til stórátaka.

„Ég tel rétt að stofna opinbert fyrirtæki sem taki yfir uppbyggingu og mögulega rekstur á stofnleiðakerfinu, auk allra jarðganga og valinna vegarkafla víða um land.

Með sambærilegum hætti og Landsnet sér um meginflutningskerfi raforku,“ skrifar hann í grein í Morgunblaðið.

Ferðamenn myndu greiða 35-40%

Hann segir að á þessum vegarköflum þyrfti að koma upp nútímagjaldtökukerfi á umferð. Þeir sem fari reglulega um gjaldtökuhlið myndu greiða lægra gjald en almennir notendur.

Segir hann að ferðamenn myndu því mögulega greiða um 35-40% af uppbyggingu vegakerfis sem sætti gjaldtöku.

„Þegar þetta var reiknað út 2017 af starfshópi sem ég skipaði vegna þessa var gengið út frá um 150 kr. grunngjaldi. Til viðmiðunar má rifja upp að lægsta gjald í Hvalfjarðargöng þegar innheimtu lauk þar 2018 var 238 kr.

Á þeim tíma greiddu einskiptisgreiðendur um 37% af heildargjöldum sem má heimfæra á það að ferðamenn myndu greiða 35-40% af uppbyggingu vegakerfis sem sætti gjaldtöku,“ skrifar hann. 

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka