Nýir stólar framleiddir fyrir sal Alþingis

Nýju stólarnir taka við af stólum sem hafa verið í …
Nýju stólarnir taka við af stólum sem hafa verið í notkun síðan árið 1987. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Nýir stólar fyrir þingmenn og ráðherra verða teknir í notkun í þingsal Alþingis þegar þingsetning fer fram í haust.

Framkvæmdir hafa staðið yfir í þingsalnum í allt sumar og var reglulegu viðhaldi sinnt ásamt nokkrum breytingum.

Stærsta breytingin er þó án efa nýju stólarnir sem leysa af hólmi stóla sem hafa verið í notkun frá árinu 1987.

Nýju stólarnir eru hannaðir af Erlu Sólveigu Óskarsdóttur og nefnist hönnunin Spuni.

Stól­arn­ir eru hannaðir af Erlu Sól­veigu Óskars­dótt­ur og nefn­ist hönn­un­in …
Stól­arn­ir eru hannaðir af Erlu Sól­veigu Óskars­dótt­ur og nefn­ist hönn­un­in Spuni. Hægt er að fá stólana með ýmsum fótum. Ljósmynd/Á. Guðmundsson
Stóll úr þingsalnum árið 1949 þegar mótmæli voru á Austurvelli …
Stóll úr þingsalnum árið 1949 þegar mótmæli voru á Austurvelli vegna aðildar Íslands að Atlantshafsbandalaginu. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon

Enn í framleiðslu

Þeir eru sömu tegundar og stólarnir í þingflokksherbergjum og fundarherbergjum í Smiðju, segir Ragna Árnadóttir, skrifstofustjóri Alþingis, í samtali við mbl.is.

Áklæðið er ljósbrúnt leður, ekki ósvipað því sem nú er. Stólarnir eru enn í framleiðslu og er því ljósmynd ekki tiltæk af þeim.

Þá stendur til að skipta um leður í borðplötum í Alþingissalnum, sem verður það sama og í stólunum.

Annað verður með óbreyttu sniði.

Þingsalurinn árið 1956.
Þingsalurinn árið 1956. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon

Þingsal komið í fyrra horf á ný

Þingsetning er ávallt á öðrum þriðjudegi septembermánaðar, sem í þetta sinn ber upp á 10. september. 

Vegna innsetningar forseta Íslands 1. ágúst voru öll húsgögn tekin út úr salnum og að athöfn lokinni var strax hafin vinna við að koma þingsalnum í fyrra horf á ný. Nú þegar er búið að setja upp borð forseta Alþingis og ræðustólinn. 

Það sem eftir er kemur inn á næstu dögum en gólfið er nýpússað, gluggatjöld eru hrein og gluggar lakkaðir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert