Alls sóttu sex um embætti framkvæmdastjóra Jafnréttisstofu sem auglýst var laust um miðjan júní. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins.
Umsóknarfresturinn rann út í byrjun mánaðar. Katrín Björg Ríkarðsdóttir, sem gegndi stöðunni frá árinu 2017, var ráðin sérfræðingur í kjara- og réttindamálum hjá Visku- stéttarfélagi, fyrr á árinu.
Jafnréttisstofa heyrir undir forsætisráðuneytið en meðal verkefna hennar er að hafa eftirlit með framkvæmd laga á sviði jafnréttismála, sjá um fræðslu og upplýsingastarfsemi, veita ráðgjöf og aðstoð á sviði jafnréttismála.
Umsækjendurnir sex eru eftirfarandi: