Þessi sækja um stöðu framkvæmdastjóra Jafnréttisstofu

Jafn­rétt­is­stofa heyr­ir und­ir for­sæt­is­ráðuneytið en meðal verk­efna henn­ar er að …
Jafn­rétt­is­stofa heyr­ir und­ir for­sæt­is­ráðuneytið en meðal verk­efna henn­ar er að hafa eft­ir­lit með fram­kvæmd laga á sviði jafn­rétt­is­mála, sjá um fræðslu og upp­lýs­inga­starf­semi, veita ráðgjöf og aðstoð á sviði jafn­rétt­is­mála. mbl.is/Árni Sæberg

Alls sóttu sex um embætti framkvæmdastjóra Jafnréttisstofu sem auglýst var laust um miðjan júní. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins.

Umsóknarfresturinn rann út í byrjun mánaðar. Katrín Björg Ríkarðsdóttir, sem gegndi stöðunni frá árinu 2017, var ráðin sérfræðingur í kjara- og réttindamálum hjá Visku- stéttarfélagi, fyrr á árinu.

Jafn­rétt­is­stofa heyr­ir und­ir for­sæt­is­ráðuneytið en meðal verk­efna henn­ar er að hafa eft­ir­lit með fram­kvæmd laga á sviði jafn­rétt­is­mála, sjá um fræðslu og upp­lýs­inga­starf­semi, veita ráðgjöf og aðstoð á sviði jafn­rétt­is­mála.

Umsækjendurnir sex eru eftirfarandi:

  • Arnrún Halla Arnórsdóttir, aðjúnkt
  • Bryndís Elfa Valdemarsdóttir, sérfræðingur
  • Elinóra Guðmundsdóttir, fjölmiðlafræðingur
  • Jón Fannar Kolbeinsson, lögfræðingur
  • Marcin Zembrowski, viðskiptafræðingur
  • Martha Lilja Olsen, skrifstofustjóri
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert