Lokað fyrir umferð víðsvegar í miðbænum á morgun

Gleðiganga Hinsegin daga fer fram á morgun og má því …
Gleðiganga Hinsegin daga fer fram á morgun og má því búast við götulokunum í miðbænum. mbl.is/Kristvin Guðmundsson

Hefðbundnar götulokanir fylgja Gleðigöngu Hinsegin daga á morgun. Byrjað verður að loka götum í kringum sjö í fyrramálið og er búast má við því að opnað verði fyrir umferð þeirra í kringum sex leytið að kvöldi til, þó mun hluti af Skólavörðustíg opna aftur um klukkan þrjú.

Skólavörðustígur, Lækjargata, Fríkirkjuvegur og Sóleyjargata eru dæmi um götur sem verða lokaðar.

Þetta segir Árni Friðleifsson aðalvarðstjóri umferðardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Góður viðbúnaður lögreglunnar

Lögreglan verður með góðan viðbúnað á morgun, eins og venja er fyrir þegar stórar skemmtanir og hátíðarhöld fara fram, segir Ásmundur Rúnar Gylfason, aðstoðaryfirlögregluþjónn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við mbl.is.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka