Ástralski breikdansarinn skaðar menninguna

Hin ástralska Rachael Gunn, betur þekkt sem Raygun, vakti mikla …
Hin ástralska Rachael Gunn, betur þekkt sem Raygun, vakti mikla athygli á Ólympíuleikunum í París. AFP

„Svona inn­koma á Ólymp­íu­leik­ana þar sem ein­hver fer upp á svið og ger­ir grín, það gref­ur und­an því sem þessi jaðar­menn­ing er búin að byggja upp al­veg sjálf­stætt í öll þessi ár,“ seg­ir dans­ar­inn og dans­kenn­ar­inn Brynja Pét­urs­dótt­ir um fram­göngu ástr­alska breik­dans­ar­ans Rachael Gunn, eða Rayg­un, á Ólymp­íu­leik­un­um í Par­ís.

Keppt var í breiki í fyrsta skipti á ný­af­stöðnum Ólymp­íu­leik­un­um en ástr­alski dans­ar­inn Rayg­un var án efa sá kepp­andi sem vakti mesta at­hygli í grein­inni, ekki fyr­ir hæfi­leika sína held­ur fyr­ir það að þykja ein­stak­lega lé­leg.

Mynd­bönd af frammistöðu henn­ar hafa notið mik­illa vin­sæla á sam­fé­lags­miðlum og marg­ir spyrja sig hvernig í ósköp­un­um hún hafi hlotið þát­töku­rétt á Ólymp­íu­leik­un­um.

Fel­ur í sér menn­ing­ar­nám

Brynja Pét­urs­dótt­ir er einn sá Íslend­ing­ur sem þekk­ir hvað best til hip hop-menn­ing­ar­inn­ar sem breik fell­ur und­ir. Hún hef­ur rekið Dans Brynju Pét­urs, þar sem kennd­ir eru hip hop-stíl­ar, í 20 ár og dvel­ur mjög reglu­lega í New York, heima­borg breiks­ins, þar sem hún á í miklu sam­tali við frum­kvöðla og áhrifa­valda inn­an sen­unn­ar.

Á dög­un­um birti hún mynd­band á TikT­ok þar sem hún gagn­rýndi fram­göngu Rayg­un og færði rök fyr­ir því að hún fæli í raun í sér menn­ing­ar­nám, það er arðrán á þátt­um úr menn­ingu und­irokaðra hópa.

Menn­ing sem sprett­ur upp úr kúg­un

„Þessi ástr­alska kona kem­ur þarna inn og virðist vera að gera grín að menn­ing­unni. Hún er með doktors­gráðu í menn­ing­ar­fræðum og skrifaði loka­rit­gerðina um breik og hef­ur haldið við ein­hverj­um aka­demísk­um greina­birt­ing­um um hip hop-menn­ing­una og breik sem er mjög vafa­samt. Þarna er hún að stíga inn í aka­demískt um­hverfi þar sem þessi menn­ing á nátt­úru­lega ekk­ert heim­ili og hef­ur ekki ræt­ur þar,“ seg­ir Brynja í sam­tali við mbl.is.

Hún bæt­ir við að breik, sem upp­haf­lega kem­ur frá Banda­ríkj­un­um, eigi í raun ræt­ur sína að rekja til sam­fé­laga fólks sem er komið af þræl­um og verður til vegna áfram­hald­andi tak­mark­ana á tæki­fær­um þeirra og lífs­gild­um

„Þetta er menn­ing sem sprett­ur upp úr kúg­un fólks því að hvíti ný­lendu­herr­ann kom inn og stal bæði landi og fólki til að byggja upp sitt land,“ seg­ir Brynja og ít­rek­ar að þess vegna þurfi að vanda sig sér­stak­lega þegar kem­ur að því að ganga inn í menn­ing­una, til dæm­is í gegn­um breik.

Heim­ur­inn geri grín að breiki

Brynja tel­ur Rayg­un ekki hafa gert það og að þátt­taka henn­ar á Ólymp­íu­leik­un­um geti hrein­lega reynst hip hop-sam­fé­lag­inu skaðleg.

„Þetta nátt­úru­lega bara leit út eins og þetta leit út. Þetta er nátt­úru­lega bara kona að gera eitt­hvað allt annað en að breika,“ seg­ir Brynja og bæt­ir við:

„Hætt­an er sú að heim­ur­inn horfi á þetta og geri grín að breiki, sér þetta sem eitt­hvað sem skipt­ir engu máli og er al­gjört húm­búkk. Því greini­lega komst þessi mann­eskja á ólymp­íu­leik­ana. Að fólk hugsi að þetta meiki eng­an sens og hafi enga merk­ingu.“

Brynja Pétursdóttir þekkir vel til hip hop-menningar en hún hefur …
Brynja Pét­urs­dótt­ir þekk­ir vel til hip hop-menn­ing­ar en hún hef­ur síðustu 20 ár reglu­lega dvalið í New York, heima­borg breiks­ins. Ljós­mynd/​Aðsend

„Það er ekk­ert í lagi við það“

Þá seg­ir Brynja að flutn­ing­ur sem þessi geti orðið til þess að breik­menn­ing­in þynn­ist út.

„Annað áhyggju­efni er nátt­úru­lega það að fólk haldi að þetta sé al­vöru breikstíll­inn og fari í raun enn frjáls­legra með staðreynd­ir, grunn­spor og tækni. Allt það sem fólkið er búið að leggja árauga vinnu og ást í að búa til,“ seg­ir Brynja.

„Með því að kenna og standa fyr­ir dans­stíla sem þú kannt ekki og skil­ur ekki þá ertu að þynna út menn­ingu og menn­ing­ar­arf sem fólk er búið að byggja upp í tugi ára. [...] Það er ekk­ert í lagi við það.“

Hefði geta verið „mó­mentið“

Ákvörðun Ólymp­íu­nefnd­ar­inn­ar um að taka breik upp sem keppn­is­grein á leik­un­um hef­ur verið nokkuð um­deild en ein­hverj­ir vilja meina að þar með sé breik komið of langt frá rót­um sín­um og að um sé að ræða list­form en ekki íþrótt.

Spurð hvort hún telji Ólymp­í­leik­ana rétt­an vett­vang fyr­ir breik seg­ir Brynja: „Ég myndi per­sónu­lega segja nei.“

Hún bæt­ir þó við að ef rétt væri staðið að keppn­inni verið um gott tæki­færi að ræða fyr­ir sen­una.

„Það má al­veg minn­ast á það að þarna voru líka kepp­end­ur sem eru raun­veru­leg­ir iðkennd­ur stíls­ins og eru al­veg rosa­lega flott­ir dans­ar­ar. En at­hygl­in fer af því fólki sem er raun­veru­lega búið að vinna fyr­ir þessu, skyldi hjartað sitt eft­ir á gólf­inu og er stutt af menn­ing­unni.

Þetta hefði geta verið mó­mentið þar sem breik væri skil­greint út frá menn­ing­unni og kæm­ist aft­ur á kortið,“ seg­ir Brynja að lok­um. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert