„Fólk styður Hamas af mismunandi ástæðum“

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Magnea Marinós­dótt­ir alþjóðastjórn­mála­fræðing­ur seg­ir vert að hafa í huga að Ham­as-sam­tök­in á Gasa­svæðinu séu and­spyrnu­hreyf­ing. Eng­in alþjóðaskil­grein­ing sé á því hvað telj­ist hryðju­verka­sam­tök.

    Magnea var gest­ur Dag­mála ný­verið til að ræða um ástandið í Ísra­el og Palestínu og viðbrögð alþjóðasam­fé­lags­ins í kjöl­far 7. októ­ber.

    Sam­tök­in séu upp­sprott­in af því að Frels­is­hreyf­ing Palestínu­manna hafi viður­kennt Ísra­el sem ríki, en Ham­as hét því að viður­kenna ekki ríki Ísra­els­manna á meðan á her­nám­inu stæði enn.

    Seg­ir Magnea trúna vera það sem skilji hreyf­ing­arn­ar tvær helst að en Ham­as er stytt­ing á upp­runa­legu nafni þeirra: Íslamska and­spyrnu­hreyf­ing­in. 

    „Sum­ir eru kannski líka að styðja þeirra hug­mynda­fræði, en fæst­ir styðja stjórn­ar­hætti þeirra út af því að þeirra stjórn­ar­hætt­ir á Gasa hafa alls ekki verið góðir,“ seg­ir Magnea. 

    Magnea Marinósdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur.
    Magnea Marinós­dótt­ir alþjóðastjórn­mála­fræðing­ur. mbl.is/​María Matth­ías­dótt­ir

    Per­sónu­leg saga Net­anja­hú búi að baki harðlínu­stefnu

    Hún seg­ir einnig áhuga­vert að benda á, í tengsl­um við skil­grein­ingu sam­tak­ana, að þau hafi ekki verið skil­greind sem hryðju­verka­sam­tök af Ísra­el né Banda­ríkj­un­um fyrr en Benja­mín Net­anja­hú, for­sæt­is­ráðherra lands­ins, komst til valda árið 1997.

    Harðlínu­stefna hans gegn Ham­as-sam­tök­un­um eigi sér í afar per­sónu­lega sögu en bróðir hans, Dav­id, var eini maður­inn sem féll í aðgerð sem átti að leysa yfir 100 gísl úr haldi palestínskra upp­reisn­ar­manna og þýskra sam­verka­manna þeirra, sem tóku flug­vél á leið frá Tel Aviv til Par­ís­ar í gísl­ingu og flugu henni til Úganda.

    „Þannig hann á sér eig­in­lega per­sónu­lega sögu sem út­skýr­ir þessa rosa­legu harðlínu stefnu þegar kem­ur að Ham­as,“ seg­ir Magnea.

    Netanjahú á sér persónulega sögu þegar kemur að harðlínustefnu gegn …
    Net­anja­hú á sér per­sónu­lega sögu þegar kem­ur að harðlínu­stefnu gegn Ham­as eft­ir að bróðir hans féll fyr­ir hendi þeirra. AFP/​Nir Eli­as

    Upp­fylla ekki skil­grein­ingu ESB á hryðju­verka­sveit 

    „Síðan er það ekki fyrr en 2001 eft­ir árás Al-Qa­eda á tví­bura­t­urn­ana sem að Evr­ópu­sam­bandið skil­grein­ir Ham­as sem hryðju­verka­sveit.“

    Seg­ir Magnea það aft­ur á móti ekki hafa fallið í góðan jarðveg og gerði Ham­as at­huga­semd við að hafa verið bætt á hryðju­verkalist­ann.

    „Það er dóm­stóll inn­an Evr­ópu­sam­bands­ins sem kemst að þeirri niður­stöðu að þeir falla ekki und­ir skil­grein­ing­ar Evr­ópu­sam­bands­ins á því að vera hryðju­verka­sveit, en þeir hafa haldið áfram að vera á list­an­um því þeir [ESB] eru nátt­úru­lega líka und­an þrýst­ingi frá Ísra­el og Banda­ríkj­un­um.“

    Hún seg­ir Ham­as hafa gert til­slak­an­ir á und­an­förn­um árum en þeir hafi til að mynda breytt orðalagi í stjórn­arsátt­mála sín­um frá ár­inu 1988 sem hef­ur sætt gagn­rýni fyr­ir að kveða á um að út­rýma gyðing­um. Sátt­mál­inn kveður í dag á um út­rým­ingu síon­ista og hef­ur gert síðan 2017.

    „Þó þeir nefni ekki Ísra­el á nafn að viður­kenna ríki við landa­mæri Palestínu, gang­ast inn á '67 landa­mær­in [landa­mæri rík­is­ins fram að 1967] og hætta vopnaðri upp­reisn svo frem­ur sem her­námið end­ar. Þannig þetta er ekki al­veg svona svart og hvítt.“

    Nelson Mandela fyrrum forseti Suður Afríku og uppreisnarmaður var einnig …
    Nel­son Mandela fyrr­um for­seti Suður Afr­íku og upp­reisn­ar­maður var einnig skil­greind­ur sem hryðju­verkamaður á tíma­bili. AFP

    Aðskilnaðar­stefna við lýði í Palestínu

    Innt eft­ir því að aðrir upp­reisn­ar­menn á borð við Nel­son Mandela einnig hafi tal­ist til hryðju­verka­manna svar­ar Magnea ját­andi og seg­ir hann sömu­leiðis hafa sætt gagn­rýni fyr­ir vopnaða upp­reisn.

    „Hann var auðvitað und­ir mikl­um þrýst­ingi að láta af vopnaðri upp­reisn en hann sagði að hann myndi ekki gera það fyrr en það of­beldi sem fæl­ist í aðskilnaðar­stefnu væri af­numið og það sama nátt­úru­lega gild­ir um Palestínu­menn,“ seg­ir Magnea. 

    „Það er búið að koma út álit Alþjóðadóm­stóls­ins þess efn­is að aðskilnaðar­stefn­an sé við lýði þarna í Palestínu og að þessi aðskilnaðar­vegg­ur sem sé þarna sé ólög­leg­ur. Land­byggðirn­ar síðasta álitið sem kom, lög­fræðilega, var að land­töku­byggðirn­ar væru ólög­leg­ar.“

    Áskrif­end­ur Morg­un­blaðsins geta horft á viðtalið í fullri lengd hér:

    mbl.is

    Bloggað um frétt­ina

    Fleira áhugavert

    Innlent »

    Fleira áhugavert
    Loka