Heitavatnslaust á stóru svæði: Þetta þarftu að vita

Heita­vatns­laust verður í einn og hálfan sólarhring víða á höfuðborgarsvæðinu …
Heita­vatns­laust verður í einn og hálfan sólarhring víða á höfuðborgarsvæðinu í næstu viku. mbl.is/Sigurður Bogi.

Heita­vatns­laust verður í einn og hálfan sólarhring í öll­um Hafnarfirði, Kópa­vogi, Álfta­nesi, Garðabæ, Norðlinga­holti, Breiðholti, Hólmsheiði, Almannadal og Norðlingaholti frá klukkan 22 næstkomandi mánudagskvöld til hádegis á miðvikudeginum 21. ágúst.

Ástæða heitavatnsleysisins er sú að vinna stendur yfir að tvöfalda suðuræð, sem er flutningsæð og flytur vatn frá Reynisvatni og á stóran hluta af höfuðborgarsvæðisins. Í lok þessa mánaðar verður hluti hennar tekin í notkun.

Rauða svæðið sýnir hvar heitavatnslaust verður frá því klukkan 22 …
Rauða svæðið sýnir hvar heitavatnslaust verður frá því klukkan 22 á mánudagskvöldið til hádegis á miðvikudag. Kort/Veitur

Á mánudagskvöldið hefst vinna við að tæma heita vatnið af suðuræð til að hægt sé að tengja nýju lögnina. Tæming tekur nokkrar klukkustundir og þá hefst vinna á fimm ólíkum stöðum í kerfinu en viðamesta verkið verður að tengja suðuræð 2, en að því loknu verður heita vatninu hleypt á kerfið aftur hægt og örugglega.

„Eins og staðan er núna þá virðast áætlanir okkar ætla að ganga upp,“ segir Hrefna Hallgrímsdóttir, forstöðumaður vatnsmiðla hjá Veitum, í samtali við mbl.is en markmiðið er að auka flutningsgetu hitaveitunnar til að allir íbúar á svæðinu hafi nauðsynlega innviði og lífsgæði til framtíðar.  

Hefur mikil áhrif á lífsgæði almennings

„Við gerum okkur grein fyrir því að heitavatnsleysið hefur mjög mikil áhrif á lífsgæði almennings og ekki síst fyrir viðkvæma notendur og þess vegna hefur verið mikið lagt upp úr því að vera með tímanleg samskipti og reyna að hafa alla upplýsingagjöf sem allra besta. Þetta eru stórar og mikilvægar aðgerðir sem við erum að ráðast í,“ segir Hrefna.

Hún segir að reynt sé að tímasetja verkið á þeim tíma sem reyni sem minnst á heitavatnsnotkunina og þegar húshitun sé ekki í hámarki.

Vinnusvæðið.
Vinnusvæðið. Kort/Veitur

Hrefna segir mikilvægt að íbúar hafi skrúfað fyrir krana til að koma í veg fyrir tjón þegar vatnið kemur á aftur og bendir húseigendum að huga að sínum innanhúskerfum.

Félag pípulagningameistara hefur tekið saman leiðbeiningar fyrir húseigendur en gott er að hafa gluggana lokaða á þessum tíma til að halda varmanum inni.   

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka