„Stöndum vörð um krossinn“

Ólafur F. Magnússon, læknir og fyrrverandi borgarstjóri.
Ólafur F. Magnússon, læknir og fyrrverandi borgarstjóri. mbl.is/Júlíus

Ólafur F. Magnússon, læknir og fyrrverandi borgarstjóri, segir það hafa komið illa við sig þegar hann sá viðtal Ríkissjónvarpsins við Ingvar Stefánsson, framkvæmdastjóra Kirkjugarða Reykjavíkur 13. ágúst. Boðaði þar Ingvar að krossinn yrði fjarlægður úr einkennismerki kirkjugarðanna.

Búið er að fjar­lægja kross­inn úr merki Kirkju­g­arða Reykja­vík­ur og setja þess í stað lauf. Í viðtalinu við Ingvar kom einnig til tals að orðið minningarreitur yrði notað í stað kirkjugarðs og að ýmsar nýjar breytingar væru í vændum.

Breytingin hefur nú þegar verið gagnrýnd af alþingismönnunum Birgi Þórarinssyni og Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. 

Vinna þurfi gegn þessari óheilla þróun

„Ég spyr hvað verður þá um kyrrðina og friðinn sem fólk af mínu sauðahúsi sækist eftir við heimsókn í kirkjugarða, ásamt því að hugsa til hinna liðnu og rifja upp lífsbaráttu þeirra, trú og sögu,“ skrifar Ólafur í aðsendri grein sem birtist í Morgunblaðinu í dag.

Spyr þá jafnframt Ólafur hvort framkvæmdastjórinn hafi umboð sóknarnefnda, presta og annars starfsfólks kirkjunnar eða fráfarandi og verðandi biskups til að tjá sig með þessum hætti.

„Vinna þarf gegn þessari óheilla þróun. Stöndum vörð um krossinn, kirkjuna, móðurmálið og blessun lands og lýðs,“ skrifar fyrrverandi borgarstjórinn. 

Greinina má lesa í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert