„Ætlum ekki að leyfa frjálshyggjunni að sigra“

Guðmundur Ingi Guðbrandsson hefur ekki tekið ákvörðun um það hvort …
Guðmundur Ingi Guðbrandsson hefur ekki tekið ákvörðun um það hvort að hann ætli í formannsframboð. mbl.is/María Matthíasdóttir

Hvort að Guðmund­ur Ingi Guðbrands­son, starf­andi formaður Vinstri grænna, fari í for­manns­fram­boð í októ­ber er enn óljóst. Hann seg­ir þó að flokk­ur­inn megi ekki leyfa „frjáls­hyggj­unni að sigra“.

Flokks­ráðsfund­ur Vinstri grænna stend­ur nú yfir í Reykja­nes­bæ og Guðmund­ur Ingi sagði á fund­in­um að flokk­ur­inn þyrfti að fara aft­ur í ræt­urn­ar og skerpa á áhersl­um í um­hverf­is­mál­um og í vinstri­mál­um.

„Ég hef ekki tekið ákvörðun um fram­boð, en hver sem ákvörðun mín verður, þá er al­veg ljóst að ég mun vinna áfram að bar­áttu­mál­um okk­ar og fyr­ir hreyf­ing­una okk­ar af full­um krafti. Fram­lag okk­ar allra skipt­ir máli sama hvar við stönd­um í stafni.

Að lok­um ætla ég bara að segja: Við ætl­um ekki að gef­ast upp. Við ætl­um ekki að leyfa frjáls­hyggj­unni að sigra,“ sagði Guðmund­ur á flokks­ráðsfund­in­um.

Lands­fund­ur eft­ir sjö vik­ur

Lands­fund­ur Vinstri grænna verður hald­inn eft­ir sjö vik­ur þar sem flokk­ur­inn mun kjósa sér nýja for­ystu en eng­inn hef­ur til­kynnt fram­boð.

Bæði Guðmund­ur og Svandís Svavars­dótt­ir innviðaráðherra hafa verið sterk­lega orðuð við fram­boð.

Sjálf hef­ur Svandís sagt að ótíma­bært sé að gefa það upp hvort að hún ætli í for­manns­fram­boð eða ekki.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka