Vilja gera getnaðarvarnir fríar fyrir ungt fólk

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, starfandi formaður Vinstri grænna, ávarpaði fundinn.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, starfandi formaður Vinstri grænna, ávarpaði fundinn. Ljósmynd/Gústi Bergmann

Vinstri græn vilja gera getnaðar­varn­ir frí­ar fyr­ir ungt fólk, að ráðist verði í rót­tæk­ar breyt­ing­ar á hús­næðismarkaði og að máltíðir fram­halds­skóla­nema verði gjald­frjáls­ar.

Þetta er meðal þess sem kem­ur fram í stjórn­mála­álykt­un flokks­ráðsfund­ar Vinstri grænna sem lauk í gær. 

Álykt­un VG vakti at­hygli fyrr í dag en í henni er einnig for­dæmd ákvörðun Bjarna Bene­dikts­son­ar, for­sæt­is­ráðherra og fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráðherra, um að frysta tíma­bundið greiðslur til Palestínuflótta­mannaaðstoðar Sam­einuðu þjóðanna (UN­RWA).

Alls voru álykt­an­irn­ar sautján tals­ins.

„Tryggja þarf gott aðgengi fyr­ir ungt fólk að ráðgjöf og end­ur­gjalds­laus­um getnaðar­vörn­um því fólk á ekki að þurfa að standa frammi fyr­ir fjár­hags­leg­um hindr­un­um þegar það tek­ur ábyrgð á eig­in kyn­heil­brigði,“ seg­ir í álykt­un­inni.

Vilja skoða lausn­ir eins og „sam­vinnu­bú­setu“

Þá er kallað eft­ir rót­tæk­um breyt­ing­um á hús­næðismarkaði til að tryggja „fé­lags­legt rétt­læti“ og aðgengi allra að ör­uggu hús­næði.

Flokk­ur­inn vill að bú­setu­form sé fjöl­breytt og sé meðal ann­ars í formi hús­næðis­sam­vinnu­fé­laga og annarra óhagnaðardrif­inna hús­næðis- og leigu­fé­laga þar sem aðkoma hins op­in­bera er tryggð.

„Mik­il­vægt er að skoða einnig nýj­ar og skap­andi lausn­ir í hús­næðismál­um svo sem sam­vinnu­bú­setu og aukna aðkomu hús­næðis­sam­vinnu­fé­laga og annarra óhagnaðardrif­inna aðila á hús­næðismarkaði,“ seg­ir í álykt­un­inni.

Flokksráðsfundur Vinstri grænna fór fram í Reykjanesbæ.
Flokks­ráðsfund­ur Vinstri grænna fór fram í Reykja­nes­bæ. Ljós­mynd/​Gústi Berg­mann

Vilja gjald­frjáls­ar máltíðir í fram­halds­skóla

Í kjarapakka stjórn­valda vegna kjara­samn­inga fyrr á ár­inu var ákveðið að gera skóla­máltíðir í grunn­skól­um gjald­frjáls­ar.

Nú vilji Vinstri græn ganga lengra og gera skóla­máltíðir í fram­halds­skól­um gjald­frjáls­ar sem og öll náms­gögn fram að 18 ára aldri.

Vindorka eigi að heyra und­ir ramm­a­áætl­un

Fund­ur­inn ályktaði líka um nýt­ingu vinds til orku­öfl­un­ar. Flokk­ur­inn ít­rek­ar mik­il­vægi þess að mörkuð sé stefna um nýt­ingu vinds hvort sem um er að ræða á landi eða sjó.

„Fund­ur­inn ít­rek­ar þá kröfu Vinstri grænna að vindorka eiga að heyra und­ir lagaum­gjörð ramm­a­áætl­un­ar. Auðlinda­gjald af vindorku­virkj­un­um renni til sam­fé­lags­ins alls og fyr­ir­tæki í al­manna­eigu hafi for­gang við út­hlut­un nýt­ing­ar­leyfa,“ seg­ir í álykt­un­inni.

Mynd frá fundinum.
Mynd frá fund­in­um. Ljós­mynd/​Gústi Berg­mann
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert