Sáttmálinn fullfjármagnaður næstu fimm árin

Frá kynningarfundi um uppfærðan samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins í Salnum í Kópavogi.
Frá kynningarfundi um uppfærðan samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins í Salnum í Kópavogi. mbl.is/Eyþór Árnason

Ríkið mun leggja fram hátt í sjö millj­arða á ári í bein­um fram­lög til fram­kvæmda í sam­göngusátt­mál­an­um næstu árin. Auk þess mun ríkið fjár­magna rekst­ur al­menn­ings­sam­gangna á höfuðborg­ar­svæðinu um ókomna tíð. 

Áætlað er að ríkið muni leggja fram 2,8 millj­arða króna úr sam­göngu­áætlun á ári í beinu fram­lagi til sam­göngusátt­mál­ans. Í fjár­mála­áætl­un verður gert ráð fyr­ir fjór­um auka millj­örðum á ári til sátt­mál­ans frá og með næsta ári. Ríkið mun því leggja til frá og með næsta ári um 6,8 millj­arða króna í sátt­mál­ann árs­ins 2029.

„Við erum með verk­efnið full­fjár­magnað næstu fimm árin. Á næstu fimm árum mun hins veg­ar verða tek­in ákvörðun með hvaða hætti rest­in af fjár­mögn­un­inni verður. Verður hún með um­ferðar- og flýtigjöld­um, verður hún með frek­ari fjár­mögn­un í anda Keldna- og Keldna­holts­lands­ins eða verður hún með frek­ari fram­lög­um? Það er óút­fært,“ seg­ir Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, fjár­mála- og efna­hags­ráðherra, í sam­tali við mbl.is. 

Gild­is­tími sátt­mál­ans er til árs­ins 2040.

Rík­is­sjóður fjár­magn­ar rekst­ur­inn að hluta

At­hygli vek­ur að á næsta ári verður sett á lagg­irn­ar sam­eig­in­legt rekstr­ar­fé­lag fyr­ir rekst­ur al­menn­ings­sam­ganga á höfuðborg­ar­svæðinu, en ríkið mun fjár­magna rekst­ur þess um þriðjung meðan sveit­ar­fé­lög­in sex munu greiða tvo þriðju hluta rekst­urs­ins.

Sig­urður Ingi seg­ir að ekki liggi fyr­ir hver kostnaður rík­is­ins af þessu verður en gert verður ráð fyr­ir hon­um í fjár­mála­áætl­un sem Alþingi tek­ur fyr­ir í haust.

Ríkið fjár­magn­ar 87,5% af sátt­mál­an­um

Ríkið mun fjár­magna 87,5% af sátt­mál­an­um en sveit­ar­fé­lög 12,5%. Munu sveit­ar­fé­lög fjár­magna verk­efni sátt­mál­ans með bein­um fram­lög­um. Ríkið mun fjár­magna sinn hluta með bein­um fram­lög­um, ábata af sölu af Keldna­landi og tekj­um af um­ferð eða með ann­arri fjár­mögn­un.

Sam­göngusátt­mál­inn nær til árs­ins 2040 og munu bein fram­lög rík­is­ins í gegn­um sam­göngu­áætlun vera alls tæp­lega 61,3 millj­arðar. Þar að auki mun „önn­ur fjár­mögn­un rík­is­ins“ nema alls 20 millj­örðum.

Þá er áætlað að ábat­inn af Keldna­land­inu verði 50 millj­arðar og mun sá ábati renna til sátt­mál­ans. Flýti- og um­ferðar­gjöld byrja að tikka inn tekj­um árið 2030 og er áætlað að það muni skila 143 millj­örðum frá ár­inu 2030 til árs­ins 2040.

Sig­urður Ingi seg­ir að strax í vet­ur verði kom­in betri sýn á það hvernig flýti- og um­ferðar­gjöld­in verða.

Fyrsti fasi borg­ar­lín­unn­ar kláraður 2027

Ein stofn­fram­kvæmd var tek­in úr upp­færðum sam­göngusátt­mála. Það var Bæj­ar­háls-Norðlinga­holt, sem er hluti af Suður­lands­veg­in­um, og var sú fram­kvæmd færð yfir á sam­göngu­áætlun.

Sig­urður nefn­ir að lík­lega verði farið í útboð á Foss­vogs­brú í haust og hann ger­ir ráð fyr­ir því að fyrsti fasi borg­ar­lín­unn­ar verði kláraður árið 2027.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert