Vonar að sjálfstæðismenn hlaupist ekki undan merkjum

Þorgerður Katrín kveðst jákvæð gagnvart samgöngusáttmálanum.
Þorgerður Katrín kveðst jákvæð gagnvart samgöngusáttmálanum. mbl.is/Óttar

Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, formaður Viðreisn­ar, seg­ir að Viðreisn taki vel í upp­færðan sam­göngusátt­mála og seg­ir feg­urð fólgna í því að hann hafi verið gerður á þver­póli­tísk­um grunni.

Hún von­ast þó til þess að sjálf­stæðis­menn hlaup­ist ekki und­an merkj­um ef flokk­ur­inn fer í stjórn­ar­and­stöðu. 

„Það var löngu kom­inn tími á sam­göngu­um­bæt­ur og upp­bygg­ingu á höfuðborg­ar­svæðinu,“ seg­ir Þor­gerður Katrín í sam­tali við mbl.is.

Þver­póli­tísk samstaða ánægju­leg

Hún seg­ir að það sé fagnaðarefni að sjá að rík­is­stjórn­in sé „loks­ins búin að finna mál sem að þau von­andi ganga nokk­urn veg­inn í takt í“.

Hún seg­ir ánægju­legt að sjá póli­tíska sam­stöðu þvert á flokka á höfuðborg­ar­svæðinu og nefn­ir hún sér­stak­lega í því sam­hengi bæj­ar­stjóra Sjálf­stæðis­flokks­ins í Hafnar­f­irði, Kópa­vogi, Garðabæ og Seltjarna­nes­bæ.

„Það er ákveðin feg­urð í þessu þegar kem­ur að póli­tík­inni, að núna átta sig all­ir á því að það verður að fara í þetta. Það er kom­inn tími til þess að fara í verk­in, ekki bara að tala. Það hafa meira og minna all­ir flokk­ar komið að þessu sem ein­hverju máli skipta,“ seg­ir hún en bæt­ir við:

„Ég vona að hann [Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn] fari ekki að hlaup­ast und­an merkj­um strax og hann er kom­inn í stjórn­ar­and­stöðu. Ég vona að hann styðji bæj­ar­stjór­ana sína í þessu verk­efni, enda eru fáir flokk­ar sem hafa komið jafn mikið að verk­efn­inu og Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn.“

Treyst­ir orðum Bjarna

Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, fjár­mála- og efna­hags­ráðherra, sagði í sam­tali við mbl.is í gær að það gæti vel verið að áætlaður kostnaður við sam­göngusátt­mál­ann, sem nú er 311 millj­arðar, muni hækka. Í fyrra var gert ráð fyr­ir að kostnaður­inn yrði um 170 millj­arðar.

„Það er áhyggju­efni út af fyr­ir sig hvernig fjár­lög­um og áætl­un­um rík­is­ins, hvernig hef­ur verið haldið á þeim á umliðnum 10-12 árum. Það er áhyggju­efni að menn skuli ekki hafa komið sér upp betri verk­ferl­um,“ seg­ir Þor­gerður.

Á hinn bóg­inn, nefn­ir hún, er Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráðherra bú­inn að segja að út­reikn­ing­arn­ir séu áreiðan­legri nú en áður.

„Ég ætla leyfa mér að ganga út frá því að svo sé. Eft­ir stend­ur að það þarf að fjár­magna þetta og það þarf meðal ann­ars að standa við stóru orðin og losa Keldna­landið,“ seg­ir hún.

Gagn­rýn­ir rík­is­fjár­mál­in

Hún gagn­rýn­ir þó stöðu rík­is­fjár­mál­anna al­mennt og bend­ir á að vaxta­kostnaður rík­is­ins sé orðinn næst­stærsti út­gjaldaliður rík­is­sjóðs.

„Ég myndi gjarn­an vilja sjá þá 80 millj­arða frek­ar fara í sam­göng­ur, mennt­un og heil­brigðismál. Þetta er líka spurn­ing um það hvenær við för­um að taka á stóru mynd­inni þannig við get­um raun­veru­lega for­gangsraðað fjár­mun­um rík­is­ins í þau verk­efni sem skipta máli,“ seg­ir hún.

Skatt­greiðend­ur borga fyr­ir rekst­ur­inn einnig

Auk þess að fjár­magna 87,5% af sam­göngusátt­mál­an­um þá mun ríkið fjár­magna þriðjung af rekst­ri al­menn­ings­sam­gangna á höfuðborg­ar­svæðinu um ókomna tíð.

Nú er Viðreisn al­mennt tal­inn frjáls­lynd­ur miðju-hægri flokk­ur. Er það skyn­söm nýt­ing á skatt­fé að t.d. ein­hver skatt­greiðandi í Reykja­nes­bæ borgi fyrri rekst­ur al­menn­ings­sam­ganga í Reykja­vík?

„Það er alltaf hægt að fara í svona hár­tog­un og ég held að við verðum að horfa þar á stóru mynd­ina. Al­menn­ings­sam­göng­ur eins og verið er að byggja upp er raun­hæft á höfuðborg­ar­svæðinu. Þetta skipt­ir máli upp á að taka þátt í að ná loft­lags­mark­miðum, skipt­ir líka máli til að mynda með borg­ar­lín­una að losa um svæði fyr­ir einka­bíl­inn og fyr­ir öll þau sem sækja til höfuðborg­ar­inn­ar fyr­ir ýmsa þjón­ustu,“ seg­ir hún og bæt­ir við:

„Þannig já þetta mun gagn­ast öll­um, ekki bara fólk­inu sem býr á höfuðborg­ar­svæðinu. Já, það er rétt að Viðreisn er frjáls­lynd­ur hægri­flokk­ur og það eru ein­mitt þeir flokk­ar sem hafa verið í far­ar­broddi í skyn­semi um aðgerðir og leiðir, bæði þegar kem­ur að um­hverf­is­mál­um en ekki síður í að leita lausna þannig að við get­um létt fólki róður­inn. Hluti af því er að hafa öfl­ug­ar al­menn­ings­sam­göng­ur.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka