Ferð til að auka „dýpri skilning“

Áætlaður kostnaður er tæplega 160 þúsund fyrir manninn.
Áætlaður kostnaður er tæplega 160 þúsund fyrir manninn. mbl.is/Ómar Óskarsson

Borgarstjóri og oddvitar allra borgarstjórnarflokkanna nema Sósíalistaflokksins áforma ferð til Malmö og Kaupmannahafnar dagana 26. til 28. ágúst næstkomandi.

Alls fara 13 manns í ferðina, sjö borgarfulltrúar, þrír embættismenn, tveir fulltrúar Betri samgangna og verkefnastjóri þróunar Keldnalands.

Tilgangur ferðarinnar er að borgarfulltrúar og lykilfólk í verkefninu öðlist „dýpri skilning“ á lykilþáttum sjálfbærrar borgarþróunar, sem munu styrkja grunn og leiðsögn fyrir áframhaldandi þróun Keldnalands, eins og það er orðað í ferðagögnum.

Áætlaður kostnaður er tæplega 160 þúsund fyrir manninn eða um tvær milljónir króna í heild. Reykjavíkurborg greiðir fyrir starfsfólk borgarinnar og kjörna fulltrúa en ekki fyrir Betri samgöngur og þróun Keldnalands.

Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu í dag, laugardag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert